Aftur segi ég nei, ég er ekki til í að hætta að blogga þrátt fyrir að það sé gamaldags. Kannski er ég bara gamaldags?
En í öðrum fréttum þá keypti Gummi leysirljóskastara sem varpar grænum og rauðum doppum og myndum. Ljósið er út í garðinum og hreyfist og breytist og færir sig yfir garðinn og húsvegginn. Þetta er fallegt og jólalegt en það er enn meira stuð fyrir ketti hverfisins að heimsækja garðinn okkar núna og elta ljósin.