Ég er búin að finna sal eða láta sannfæra mig um að einn ákveðinn salur sé akkúrat réttur fyrir okkur án þess að hafa séð hann sjálf. Ég er búin að panta þorramatinn en þjónustufulltrúinn er ekki búin að hafa samband við mig til að ganga frá greiðslu og afhendingartilhögun. Ég er að setja fólk í að koma með tónlist og græjur og hvetja fólk með tölvupósti til að hafa samband og láta vita af eða á. Ég er búin að finna rétta húsið á tölvutæku korti og gera hring utanum það og setja rautt "X" yfir húsið sem já punktur is segir að sé húsið. Ég sendi slóð á kort með fyrsta tölvupóstinum en var ekki búin að fara í vettvangskönnun og sjá ruglið á Jáinu. Húsið sem þeir merktu við stendur við allt aðra götu og er númer 17 ekki 5 ... það er í sama hverfi en ekki finnst mér það alveg nægilega nákvæmt ;)
Ég er búin að gera innkaupalista og fá lánaðann pott til að sjóða súpuna í. Ég er búin að lausáætla gos og snakkneyslu á haus en ég veit ekki hversu margir hausarnir verða þannig að ennþá er ég ekki búin að versla neitt.
... finnst skyndilega eins og aðeins of margir endar séu lausir til að ég geti bara farið að hlakka til. Ekki auðvelt að vera ferðköntuð meyja stundum en ég hlakka samt til, svona inní mér ;)
kannski væri ég ekkert að hafa áhyggjur af þessu ef ég væri ekki á næturvöktum? of mikill tími til að hugsa og ekki réttur tími til að gera nokkurn skapaðan hlut í neinu nema skrifa lista :)
en gaman hins vegar að vera á næturvöktum þegar það eru ólympíuleikar hinum megin á hnettin, viðstöðulaus útsending frameftir allri nóttinni og skemmtileg tilbreyting frá endursýndum kóreskum bardagamyndum og kínverskum hrollvekjum á stöð 2. Ofsalega fyndist mér blóðugt að borga áskrift af stöð 2, endalausar endursýningar og endalausar auglýsingar inná milli - ef þú borgar fyrir sjónvarpsstöð áttu þá ekki að sleppa við að horfa á auglýsingar í miðjum þáttum? ég skildi það alltaf með Skjá einn því þeir voru með opna ókeypis dagskrá en stöð 2 er bara gráðug, þú borgar 10 þúsund kall á mánuði til að horfa á uppáhalds þættina þína en alltaf þegar þeir eru að komast á flug er gert hlé til að auglýsa það hvernig þú getir borgað fyrir að spara. Ég myndi segja upp áskriftinni ef ég hefði hana, það er frábær leið til að spara hugsa ég ;)
Lifið heil
miðvikudagur, febrúar 17, 2010
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)