Gleðilega hátíð allir saman :)
Það er ekki mikil virkni á þessari bloggsíðu, alls ekki - en ég neita að láta hana eftir því þrátt fyrir vanræksluna þá þykir mér afskaplega væntum allar færslurnar sem eru hérna ... ja, misvænt auðvitað eins og gengur og gerist. Ég er afskaplega mistækur bloggari en sumar eru fínar - minnir mig? :)
Ég er of mikið á Facebook býst ég við. Yfirleitt er ég samt bara á Facebook þá daga sem ég er að vinna, óboj, ætti kannski ekki að vera að játa þetta því fólk hefur komst í vandræði vegna Facebooknotkunar í vinnunni ... en það er svosem ekki neitt leyndarmál heldur. Eigum við ekki bara að segja að ég læt Facebook ekki bitna á vinnunni heldur hjálpar hún við að halda kompássnum réttum, þjónustuþegarnir eru afskaplega misjafnir og það er fínt að núllstilla sig með því að taka upp uppskeru í FarmVille eða gefa fiskunum í FishVille ... sem mér tekst að vísu yfirleitt að drepa ;) en þetta Facebook hættir kannski að vera spennandi bráðum og þá vil ég ekki hafa hætt að blogga - hvernig getur fólk þá fylgst með mér? ;)
sjáum hvort ég verði duglegri að blogga á nýju ári? ætla ekki að setja nein áramótaheit en ég veit að það er sumt sem mig langar til að breyta þannig að kannski læt ég verða af því á nýju ári ... það verður að vera á nýju ári úr þessu, það eru bara tveir dagar eftir af þessu :)
Lifið heil og ef þið kaupið flugelda styrkið björguanrsveitirnar og ef þið kaupið flugelda af björgunarsveitunum notið þá hlífðargleraugu og farið varlega þegar þið eruð að sprengja :)
´
Gáfur eru ekki alltaf það sama og gáfur - góðar stundir!
þriðjudagur, desember 29, 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)