Lillibó var hérna í gær, 350 metra löng kaðal og vírbrú sem liggur yfir regnskóginum í allt að 30 metra hæð ... hann er í fríi í Ghana en býr í Líberíu í augnablikinu, svona fyrir þau ykkar sem ekki vitið það :)
annars er svo langt síðan að ég bloggaði að ég er eiginlega búin að gleyma hvernig það er gert ;)
ég er búin að vera að þjálfa hundinn undanfarið í að gera það sem ég segi honum þegar ég segi honum það ekki þegar hann er búinn að elta köttinn eða hentar honum ... ekki að ég hafi áhyggjur af kettinum. Eymingjans hundurinn er ekki mikið rándýr þó hann sé úlfur aftur í ættir - hann hefur verið að elta rjúpur uppí Heiðmörk í rúm þrjú ár og hann hefur aldrei komist nær en sirka 50 metra og rjúpur eru ekki beint þekktar fyrir viðbragðsflýti og fagran limaburð kattanna sem Zorró telur sig í alvöru eiga séns í ;)
ég er líka farin að plana sumarið - fyrsta planið er bústaður helgina eftir páska :) svo eru það Vestfirðirnir aftur og Suðurlandið - kannski alla leið á Kongó og kannski allan hringinn ... fer eftir því hvað ég fæ langt frí í sumar? annars er ég í fríi helgina sem Bræðslan er ... mig langar til að fara, jafnvel þó að Egill Ólafsson verði þar í sumar, ég kann ekki alveg að meta þann mann - það er bara mitt mat, ég kann heldur ekki að meta Björk og Hörð Torfa, þau eru bara ekki mér að skapi ;)
gabbaði engan í gær en trúði heldur engum, jafnvel þegar verið var að segja mér satt sem var kannski alveg eins sniðugt en leiðréttist allt að lokum ;)
eruð þið byrjuð að plana sumarið ykkar?
Góðar stundir
fimmtudagur, apríl 02, 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)