laugardagur, júní 14, 2003

Fáránlega langur vinnudagur í dag! en í lagi vegna þess að það ringdi mest allan daginn og ég var guðslifandi fegin að vera í innivinnu;) vissi að ég myndi skipta um skoðun áður en sumarið væri liðið:)

Annars ætla ég að setja upp svona könnun hérna til að fólk geti tekið þátt í ákvarðanatökunum mínum eins og Gréta Snillingur er með á sinni síðu:) og ef þú ert að lesa þetta elsku Gréta mín þá muntu fá bréf eins fljótt og póstur sem er póstlagður um helgina kemst í hitann í Grikklandi!!!!!

Klukkan er tvö um nótt (ég nenni ekki að pæla í þessari tímasetningu neðst á færslunni minni...) og ég ætla bara að setja inn það sem ég gleymdi að setja inn í gær... bróðir minn var hérna þegar hann sendi mér póstkortið:) Svo innilega ekkert merkileg heimasíða miðað við lýsingarnar á herberginu, umhverfinu etc. en... ákvað að setja hann inn samt fyrst ég var byrjuð:)

Kominn tími til að fara uppí rúm og kúra með kettinum... eftir að ég fer í sturtu! verst við að vinna í fiskbúð er að það er fiskilykt af manni þegar maður kemur heim - merkilegt!! en kötturinn lætur mig ekki í friði og elskar mig miklu meira (jamms, kettir eru shallow!) en þegar það er einhver önnur lykt af mér... hann myndi að vísu elska mig jafnmikið ef ég kæmi heim angandi af pizzasósu, það er uppáhaldið hans:) hann getur hvorki látið hana né pepperóníið í friði ef ég er með pizzu og svo sefur hann á kassanum þangað til að ég hendi honum:) - kassanum ekki kettinum sem sagt - það er ekki illa þrifið heima hjá mér! þetta er rúm kattarins!!!

... rykið hlífir húsgögnunum líka ...

Oyasuminasai krakkar mínir:)

Engin ummæli: