mánudagur, júní 30, 2003

Þetta er fyndið og ekki frá Akureyri:)

Selfoss, vikuna 24.6 til 30.6 2003
Aðfaranótt fimmtudags var brotist inn í humarvinnslu Þormóðs ramma í Þorlákshöfn og er það í þriðja sinn á skömmum tíma. Enn var það vaktmaður öryggisgæslufyrirtækis í Þolákshöfn sem kom að tveimur mönnum við humarvinnslu Þormóðs ramma. Mennirnir höfðu þá spennt upp útihurð en vegna afskipta vaktmannsins tókst þeim ekki að stela neinu (merkilegt!!!). Vaktmaðurinn hafði samband við lögregluna sem gerði þegar leit að bifreiðinni. Lögreglan í Kópvavogi stöðvaði bifreiðina við Rauðavatn. Þegar mennirnir urðu lögreglunnar varir hentu þeir út bakpoka en í honum voru nokkrar vindlingalengjur (eru það sígarettur?). Við nánari skoðun kom í ljós að brotist hafði verið inn í Litlu-kaffistofuna og vindligarnir (ef þeir ætla að nota erfið orð, verða þeir ekki að geta stafað þau?) voru þaðan. Lögreglan í Kópavogi handtók mennina og yfirheyrði en þeir játuðu bæði innbrotin.

Um hádegi á laugardag var tilkynnt um hvarf á fjórhjóli úr gámi á golfvallarsvæðinu í Þorlákshöfn. Vaktmaður öryggisgæslumaður í Þorlákshöfn varð var við fjórhjólið um 13 klukkustundum síðar í akstri á gamla Þorlákshafnarveginum (eru bara vaktmenn öryggisgæslu í Þorlákshöfn sem sjá glæpi ekki löggur?). Lögreglan fór þegar á vettvang og stöðvaði akstur fjórhjólsins á Krísuvíkurvegi. Tveir unglingar voru á fjórhjólinu. Málið er í rannsókn (hversu mikið þarf að rannsaka?).

Á laugardag varð vinnuslys á borsvæði við Kolviðarhól. Þar fékk starfsmaður borkrónu á fót sinn og slasaðist við það. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítala í Fossvogi. Ekki er vitað um meiðsli mannsins á þessu stigi máls (búast þeir við að hann hafi slasast meira en route eða á spítalanum? ekki traustvekjandi:)).

"You may be a lawyer but I'm a CSI, a damn good one" æl.... þetta CSI er krapp.... þori að veðja að þessi þáttur endi líka á því að Horatio Caine standi í sólskininu, setji á sig sólgleraugun með með vindinn í hárinu og nýtur þess að ganga um götur Miami that are once again safe because he's so damn good!

jæja, ætla að tékka á þessu með könnunina... en Shout Outið er opið aftur!!! sé enga breytingu að vísu en það er að minnsta kosti komið aftur:)

Engin ummæli: