sunnudagur, febrúar 26, 2006

Ég held að vorið sé komið:) ég fór niður í bæ í gær og það voru allir á Laugaveginum brosandi í sólinni:) ... allir sem voru ekki í fangageymslum lögreglunnar eða þunnir eftir fyllerí föstudagskvöldsins:) ég var að vinna á kaffihúsinu á föstudagskvöldið, það var drukkið ótæpilega og greinilega mikil stemmning í bænum og ég var fegin inní mér að vera ekki að vinna á skemmtistað, sérstaklega fegin að vera ekki að vinna sem dyravörður miðað við "hressleika" viðskiptavinanna og þeirra sem fóru um Laugaveginn:)

ég var líka að vinna í gærkvöldi og eins og kvöldið áður var ég að labba heim um miðja nótt, þessir tveir göngutúrar styrktu mig í þeirri trú að vorið sé komið því í bæði skiptin sá ég fólk sem var að ... láta vorloftið leika um líkamshluta sem ... yfirleitt eru klæddir í gammósíur í febrúar:) einu sinni er tilviljun en ætli tvisvar sé faraldur?;) alltaf gaman að fara í göngutúr samt en ég er að hugsa um að stunda þá fyrr á kvöldin ... og horfa bara niður á gangstéttina:)

ég er að fara í frænkukaffi á eftir, einu sinni á ári hittast allar konurnar í ættinni, þær sem eru orðnar 14 ára, og borða kökur og spyrja hvernig allt gengur og spjalla og kynnast ... merkilegt hvað ég þekki frænkur mínar lítið, samt mætti ég í fyrra, kannski kynnist ég þeim betur í dag?:)

Góðar stundir

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Jæja, ég er skárri í dag, "öll að koma til" eins og mér finnst ég hafa sagt einum of oft síðan í nóvember í fyrra en núna meina ég það, eins og alltaf að vísu en í alvöru er ég miklu skárri en ég var í gær en ég fór samt ekki í vinnuna því ég er ekki það góð en mig langar til að taka til sem er ótvírætt batamerki held ég barasta:) en ég ætla ekki að taka til fyrr en ég er orðin betri, til dæmis þegar ég er hætt að "taka á" við að klæða mig í föt;) ég er meira að hugsa um að að lesa eitthvað af þessu efni sem ég verð að fara að lesa til að finna það sem ég á að vera að lesa ... mjög flókið allt saman en flækjan minnkar væntanlega þegar á hólminn er komið, er það ekki ó þið fjölmörgu vitringar sem vitið um hvað ég er að tala því þið eruð búin að þessu öllu saman?:)

Ási var að senda mér brandara sem ég ætla að deila með ykkur:

During class, a teacher trying to teach good manners asks the students, one by one -

"Michael, if you were on a date, having supper with a nice young lady, how would you tell her that you have to go to the bathroom?" she asked.
"Just a minute, I have to go p*ss."
The teacher replied, "That would be rude and impolite!"
"What about you Bill, how would you say it?"
"I am sorry, but I really need to go to the bathroom, I'll be right back."
The teacher responded, "That's better, but it's still not very nice to say the word bathroom at the table."
"And you Little Johnny, are you able to use your intelligence for once and show us your good manners?"
"I would say: Darling, may I please be excused for a moment, I have to shake hands with a very dear friend of mine, whom I hope you'll get to meet after supper."

The teacher fainted


Jújú, ég er öll að koma til og brandarar hjálpa töluvert, keep 'em coming:)

Góðar stundir

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Ég er brjáluð!!! Hef ekki verið svona reið lengi, lengi, lengi:) og afhverju er ég reið spyrjið þið kannski? já, ég er lasin aftur þó ég hafi verið að gera allt rétt, sofa nóg, borða hollt, hafragrautur í morgunmat og líka eitthvað grænt á hverjum degi, æfa og taka vítamín allt sem ég á að gera til að verða ekki lasin og hvað gerðist? ég er komin með bullandi kvef og er búin að eyða síðustu tveim dögunum í að nota augun til skiptis (kvef í augunum brenglar sjónina) og sofa þegar ég loka þeim báðum, vá hvað ég nenni þessu ekki:(

þannig að ég tók próf því ég sat við tölvuna en ég hef svo litla athyglisgetu að ég þurfti bara að fylla inn afmælisdaginn minn, ég þrufti ekki að svara spurningum:)

Your Life Path Number is 5

Your purpose in life is to life freely and collect experiences.

You love life - new adventures, new people, new ideas.
You are very curious, and you crave novelty in all forms.
You tend to make friends easily, and you enjoy the company of all types of people.

In love, you are fun and even a bit intoxicating. But you won't stick around for long.

You are impulsive and spontaneous - which sometimes leads you to do things you regret.
Sometimes you can be overindulgent with food, sex, or drugs.
You have many talents, so many that you are often scattered and unfocused.


og takk allir sem kommentuðu á spurningarnar í síðustu færslu:) svörin glöddu mig mikið í veikindunum og til að gleðja ykkur á móti ætla ég að birta hérna brandara sem ég fékk frá Maju, ég hló upphátt:)

Sambandsbrandari í tilefni af Valentínusardeginum:)

Hennar hlið á gærkvöldinu

Hann var í furðulegu skapi í gærkvöldi. Við höfðum ákveðið að hittast á kaffihúsi yfir einum drykk eða svo. Ég hélt að það væri mér að kenna, þar sem ég var heldur sein vegna þess að ég var að versla með stelpunum og gleymdi mér aðeins. Hann minntist samt ekkert á það.
Okkur gekk ekkert að ná saman, svo ég hélt að það yrði kannski þægilegra að vera einhvers staðar þar sem við gætum verið ein, svo við fórum á mjög rómantískt veitingahús. En hann var ennþá í ferlega furðulegu skapi.
Ég reyndi að hressa hann og var farin að spá í hvort að þetta væri bara ég eða hvort eitthvað alvarlegt væri í gangi. Ég spurði hann, en hann svaraði því neitandi. En ég var ekki viss.
Allavega, á leiðinni heim, sagði ég honum hvað ég elskaði hann heitt. Hann setti hendina utan um mig, en svaraði mér ekki. Ég veit ekki hvað í fjandanum það á að þýða, því ég var nú kannski að vonast til að hann myndi segja að hann elskaði mig líka eða eitthvað.
Við komum loksins heim og ég var farin að spá í hvort hann ætlaði að dömpa mér. Ég reyndi að fá hann til að tala, en hann kveikti bara á sjónvarpinu.
Þá gafst ég upp og fór í rúmið. Mér til mikillar undrunar þá kom hann upp til mín um það bil 20 mínútum seinna. Við gerðum það, en hann virtist ennþá vera utan við sig. Eftir kynlífið dauðlangaði mig að hundskamma hann, en ég grét mig bara í svefn.
Ég veit ekki hvað ég á að gera lengur. Ég meina, í alvöru. Ég held að hann sé farinn að halda framhjá mér.








Hans hlið á gærkvöldinu

Liverpool tapaði. Ég fékk þó að ríða.

Lifið heil og hraust

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Ég er ekki beint lasin en ég er samt með kvef, rosalega fegin að ég var búin að ákveða að eyða þessum degi heima hjá mér en ekki á einhverju flandri því þá verð ég að minnsta kosti ekki lasnari eða alvöru veik:) en það var rosalega gaman í gærkvöldi og ofsalega gaman að hitta allt fólkið sem ég hef ekki séð/hitt/heyrt í alltof lengi:)

ég hef tekið svona próf á síðum Brókanna undanfarið og ákvað að skella því hérna inn hjá mér líka (aðeins breyttu til að fá fleiri svör kannski?) þannig að þið getið skemmt ykkur við að svara þessu og jamms, ég vil að þið svarið öll, líka laumu-lesararnir;)

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Hefurðu komið í heimsókn til mín?
5. Ertu með ofnæmi fyrir Fídel?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Núna býst ég við bunka af kommentum, koma svo, ég er lasin!:)

laugardagur, febrúar 11, 2006

Ég spilaði Texas Hold'em í fyrsta skipti í gær og ég er alls ekki eins góð í því og í Risk, ekki einu sinni vottur af byrjurnarheppni hjá mér þó ég hafi unnið eina "gjöf", einn pott sem hélt mér því miður ekki gangandi sérlega lengi þannig að ég lék við kettlinginn sem var ofsalega sætur:) við ætum að spila aftur í næsta mánuði en þá ætla ég sko að vera búin að lesa allar reglurnar og finna síðu þar sem ég get æft mig án þess að þurfa að borga pening því ég er sátt við líf mitt fjárhagslega þessa dagana og kýs að stofna því ekki í meiri hættu en um 500 kall mánaðarlega:)

og í kvöld er ég að fara í kokkteilboð sem ég er viss um að verði mjög skemmtilegt:) og þó mér líði þannig er ég innilega að vona að ég sé ekki að verða lasin ... ég ætla að sofa út á morgun og drekka kakó og te og borða sítrónur heilar með hýði og öllu ... eða bara snúa mér á hina hliðina þegar ég vakna og sofa lengur;)

Lifið heil

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Núna má þetta!!!

Til hamingju Ísland - töff, töff, töff!! ... held að við vinnum þetta í ár ef Silvía Nótt fer fyrir okkur, annars skil ég ekki afhverju við höfum aldrei unnið því þjóðin er alltaf svo sátt við lagið og tónlistarmennina sem fara sem fulltrúar okkar ... nema þegar við sendum Hægt og hljótt, ég skil að við unnum ekki þá og já þarna lagið sem Daníel Ágúst söng, Horfðu aftur eða hvað það nú hét, ég skil afhverju það vann ekki en svona yfirleitt höfum við sent "Lagið" en samt ekki unnið ... en 2006 keppnin gæti breytt þessu, jamms, ég held að okkar tími sé kominn, svona áður en við verðum óvinsæl þjóð fyrir að ljúga að heiminum gegnum auglýsingar, hreint land, fagurt land og dirty weekend dæmið ... ég man þegar ég var að vinna á hótelinu og horfði á þessa dirty weekend gaura lippast útá flugvöll á sunnudagskvöldum, tugþúsundum krónum fátækari með verstu timburmenn lífs síns án þess að hafa komist nær íslenskri stelpum en að standa við hliðina á þeim á barnum - ég umgengst kannski ekki "réttu" stelpurnar en þær sem ég þekki eru ekki mikið fyrir menn sem gera ráð fyrir að þær séu druslur, þó þeir hafi lagt land undir fót til að komast í návígi við þær ...

og svo þetta hreint land, fagurt land ... hvenær ætli það fattist að við erum það ekki? þegar Kyoto-bókunin hefur runnið sitt skeið og við erum ekki lengur háð því að standa við það sem við skrifuðum undir (með undanþágum) og förum að menga eins og grænmetisæta á hvítlauks- og baunkúr til að bæta fyrir öll "ónýtu" árin sem við gátum ekki mengað að vild? En ég skil auðvitað afstöðu þeirra sem búa á landsvæðum þar sem fólk hefur ekki nóg að gera og það fá ekki allir vinnu, auðvitað vilja allir geta unnið ... flestir að minnsta kosti ... en afhverju alltaf álver? fyrst stjórnvöld vilja endilega borga með mengandi stóriðjum afhverju ekki olíuhreinsistöðvar eða kjarnorkuver? Ég held að það væri sniðugt að vera með mismunandi tegundir mengandi stóriðja í staðinn fyrir allar af sömu tegund, svona þegar það uppgötvast að það eru til fleiri efni sem eru jafnsterk og ál en léttari eða þegar rannsóknir eru gerðar á áhrifum áls og niðurstöðurnar sýna að það veldur Alzheimer ... ég ætti að endurvinna meira en ég geri:) og ég gleymdi að kaupa ljósaperur ... ég gleymdi alveg að fara í búðina ... aftur ... en að minnsta kosti án ljósapera sé ég bara fagra íbúð þegar ég lít í kringum mig:)

Góðar stundir

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

ég veit ég hef ekki verið dugleg við að blogga undanfarið og ég kenni því alfarið um að núna er febrúar ... og um daginn var janúar og það er erfitt að vera rosalega afkastamikil á öllum sviðum þessa tvo mánuði ársins ... ég hef nefnilega verið afkastamikil á sumum sviðum undanfarið en ekki við að blogga eins og glöggir lesendur hafa væntanlega séð:)

íbúðin mín er myrkvuð núna, ég skrifa þetta við kertaljós, nei, það er að vísu lygi en ég held að 90% af ljósaperunum heima hjá mér séu sprungnar - gerið ráð fyrir viðeigandi skekkjumörkum vegna slakrar kunnáttu minnar í prósentureikningi sem góðviljaðir einstaklingar hafa þó margir reynt að kenna mér ... sú kennsla byrjar yfirleitt á orðunum "sko, þetta er mjög auðvelt ..." þá lokast á mér eyrun og það sem kemur á eftir hefur farið fyrir ofan garð og neðan, aldrei segja "þetta er auðvelt" við mannesku með meinloku:) en, íbúðin mín er sem sagt hrjáð af lýsingarleysi þessa dagana, ekki ljósleysi því jólaljósin heita núna skammdegisljós og eru enn í gluggunum og ekki dissa mig fyrir leti! Þetta eru hvít ljós og ég hef séð þau milljón sinnum í Innlit/Útlit og veit fyrir víst að ég er bara hipp og kúl og flott, íbúðin mín líka:) þau sem sagt gefa birtu en ekki lýsingu, síðustu þrjá, fjóra daga hef ég kveikt ljós og þau hafa horfið þegar peran springur í næstum öllum loftljósum íbúðarinnar ... ég ætla að kaupa perur næst þegar ég fer út í búð en ég hef ekki farið út í búð ennþá þannig að ég hef ekki keypt þær, en á morgun er ég að vinna 8 til 4 og stefnan er tekin á Bónus beint eftir vinnu ... kannski verður aukin lýsing til þess að bloggunum fjölgi? ... kannski verðið þið að bíða þar til vorar eftir daglegum skammti?

Lifið heil og minnið mig á að skrifa um hina djúpvitru speki sem er að finna, ótrúlegt en satt, í kvikmyndinni Con Air:)

sunnudagur, febrúar 05, 2006

fór út í kvöld og spilaði Risk í fyrsta skipti á ævinni:) ég rústaði vinum mínum, af einhverjum ástæðum átti þetta spil við mig:) veit ekki hvort ég verði eins góð næst (að ná að leggja undir mig Asíu og Norður Ameríku er víst ekkert auðvelt ... við vorum fimm að spila) en það kemur bara í ljós ... mér líður samt líka illa því ég varð að útrýma einum spilaranum af borðinu þannig að þó að sigurinn hafi verið ljúfur (ég er alls ekkert vön því að vinna í spilum) þá er hrikalegt að bera ábyrgð á þjóðarmorði, þjóðarútrýmingu því ég tók alla kallana hennar af borðinu ...

en mikið rosalega finnst mér annars gaman að spila:)

lifið heil