sunnudagur, febrúar 12, 2006

Ég er ekki beint lasin en ég er samt með kvef, rosalega fegin að ég var búin að ákveða að eyða þessum degi heima hjá mér en ekki á einhverju flandri því þá verð ég að minnsta kosti ekki lasnari eða alvöru veik:) en það var rosalega gaman í gærkvöldi og ofsalega gaman að hitta allt fólkið sem ég hef ekki séð/hitt/heyrt í alltof lengi:)

ég hef tekið svona próf á síðum Brókanna undanfarið og ákvað að skella því hérna inn hjá mér líka (aðeins breyttu til að fá fleiri svör kannski?) þannig að þið getið skemmt ykkur við að svara þessu og jamms, ég vil að þið svarið öll, líka laumu-lesararnir;)

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Hefurðu komið í heimsókn til mín?
5. Ertu með ofnæmi fyrir Fídel?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Núna býst ég við bunka af kommentum, koma svo, ég er lasin!:)

Engin ummæli: