fimmtudagur, janúar 19, 2006

Innilega til hamingju með afmælið Gunnar og Lára:)

Ég er að reyna ða koma lagi á tónlistina í tölvunni minni ... það gengur ekkert sérstaklega vel því ég á merkilega mikið af tónlist miðað við að ég er enginn "sérstakur" tónlistaraðdáandi:) ég hlusta á tónlist jú, jú, ég hef skoðun á henni, ég veit hvað mér finnst gott og skemmtilegt og hvað ég vil hlusta á, hvað ég myndi kaupa og hverju ég myndi skila, hvaða tónlist ég vil hlusta á þegar það er vetur og hvað er sumartónlist, hvað er morguntónlist og hvað ég set á þegar kvöldar ... en ég vissi í alvöru ekki að ég ætti svona mikið:) ... svona er lífið alltaf að koma mér á óvart:)

það kom mér einmitt á óvart um daginn þegar ég var að gefa blóð að ég roðna ekki bara í andlitinu þegar ég roðna heldur líka á innanverðum framhandleggnum:) ég var nýkomin inn úr kuldanum, það var rosalega kalt á mánudaginn, og ég var rauð í framan og á hálsinum en samt ekki eins rauð alls staðar, eins og gerist, hjúkrunarkonan sem var að taka blóðið úr mér fór að spyrja hvort það væri ekki allt í lagi með mig, líklega betra að taka blóð úr fólki sem er ekki lasið eða með einhvern flekksjúkdóm ... ég segi henni að þetta sé bara kuldinn og að ég sé "flekkótt að eðlisfari" ... um leið og ég sleppi orðinu fatta ég hvað það er asnalegt að vera "flekkótt að eðlisfari" og byrja að roðna:) ég er ekki sérlega skýr þannig að ég bæti við "ég á líka mjög auðvelt með að roðna" ... og verð um leið sérlega meðvituð um að ég sé að roðna og roðna meira:) hjúkrunarkonan stendur yfir mér þar sem ég ligg á bekknum og segir "vá" því ég er líklega orðin eins og tómatur í framan svo lítur hún niður á handlegginn á mér og segir aftur "vá" og bætir við "stelpur! Sjáiði þetta!" ... ég var orðin verulega bleik á innanverðum framhandleggnum - og vakti mikla lukku, ég er svo góð, alltaf að gleðja fólk:)

Engin ummæli: