fimmtudagur, janúar 05, 2006

ég var að gera þetta Settings - Site Feed - Publish Site Feed - YES - Save Changes en ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað ég var að gera ... ég save-aði breytinguna þannig að það sem ég var að gera á að vera komið "í lag" núna en það má endilega segja mér hvað ég var að gera:)

ég fékk að vita af nýrri heimasíðu í dag en ég steingleymdi að spyrja hvort að linkun væri leyfileg þannig að nýju heimasíðunni og eiganda hennar er innilega óskað til hamingju, góða ferð og haldið leyndri þar til annað kemur í ljós:)

ég fór í heimsókn til fiskstrákanna áðan og var þar alveg heillengi:) ég fékk alveg nokkur "ping" (þið vitið svona ... "ping") yfir því að vera ekki að vinna þar lengur:( en ég get alltaf farið í heimsókn og þeir virtust alveg vera ánægðir að sjá mig þannig að ég held því bara áfram ... kannski voru þeir samt aðallega ánægðir því ég kom með súkkulaði?:)

ég púslaði líka með Majunni í dag, púsl eru góð og skemmtileg og frábær hugmynd ... mig langar heim núna og púsla meira:) en ég ætla ekki að gera það heldur setja það á "verðlaunalistann minn" ég er nefnilega komin með svoleiðis:) utanlandsferð er á honum líka ... kannski að ég setji hann bara hingað inn til að minna mig á það sem ég ætla að gera? ég er nefnilega alltaf þannig að þegar ég á að vera að gera eitthvað sem skiptir máli gleymi ég mér gersamlega í því sem skiptir engu máli og geri ekki það sem skiptir máli fyrr en á síðasta snúningi og þar af leiðandi ekki sérlega vel, ég er hætt því núna ... batnandi fólki er best að lifa (bókstaflega í mínu tilfelli - jamms, ég er að koma til en ég er alls ekki orðin almennilega góð ennþá:( ...) og núna ætla ég að gera verðlaunalista yfir hluti sem ég má gera og lista yfir það sem ég verð að gera og síðastnefndi listinn verður alltaf að vera styttri ... því hvert atriði verður að leiða af sér nokkur verðlaun:)

sjáum til, kannski virkar þetta, kannski ekki ... kannski verð ég á Aruba í Karabískahafinu í næstu viku að rembast við 6000 púsla púsluspil á sérstöku púsluborði í sólinni? ... og kannski ekki?:)

Góðar stundir

Engin ummæli: