miðvikudagur, maí 21, 2003

Komst að því hvernig hægt er að setja myndir inn á þessa síðu... ég verð að nota annað blogg-fyrirtæki, borga fyrir stærra geymslupláss eða hoppa.... ég verð bara að koma heimasíðunni minni á gagnið eða fá mér svona online-photoalbum eins og ég hef séð að sumir eru með:) ekki í kvöld samt, orðin þreytt og hreinlega nenni ekki að fara að sannfæra fleiri heimsíður um að ég sé ekki djöfladýrkandi og lesa allt smáa letrið þeirra:)

Það kom mjög merkileg fjölskylda í búðina í dag! Mamman kemur reglulega og er alltaf merkileg en þegar hún kemur með börnin sín er það eins og að horfa á bílslys... ekki hægt að líta undan! Hún er alltaf mikið en smekklega máluð, held ég, í rosalega dýrum fötum og röflar mikið. Stelpan hennar leit út eins og hún væri dansari í Christina Aguleira myndbandi í g-streng girtar hærra en buxurnar og Emil í Kattholti húfu. Strákurinn eins og hann væri á leiðinni á ball með samkynhneigðum vampírum:/ Svörtum jakkafötum, niðurklesst hár og meira meikup en Cher á slæmum degi... ég var að reyna að afgreiða annað fólk á meðan þau böbbluðu og hringdu í hina ýmsu einstaklinga sem væru hugsanlega að koma til þeirra í kvöld og hvað þau væru líkleg til að borða... ég gat engan vegin einbeitt mér og viðskiptavinir mínir söguð " ha" aftur og aftur á meðan þau reyndu að slíta augun af þessari íslensku Osbourne fjölskyldu... hvernig ætli pabbinn sé?

Engin ummæli: