laugardagur, maí 17, 2003

Ég hélt próflokapartý í gær fyrir deildina mína og spurði gestina hvort þau myndu lesa bloggið mitt ef ég væri með blogg... allir sögðu já þannig að hugsanlega mætir einhver hingað inn... EF ég skifa eitthvað eftir þetta hérna sem sagt:) annars skil ég ekki blogg svona yfirleitt þannig að ég veit ekki alveg afhverju ég er að þessu en ég næ engu sambandi við Símann Internet og þeir hafa hingað til ekki hjálpað NEITT með vefsíðuna mína! ég KEYPTI 10MB hjá þeim sem er ekki ennþá notuð... Heldur ekki eins og ég sé að biðja um mikið, mig langar bara til að fá að vita FTP "heimilsfangið" þeirra en þeir svara ekki e-mailum og ég hef hvorki tíma né þolinmæði til að vera á "bið" og hlusta á muzak þegar Þjónustuverið er opið... Síminn Internet skammist ykkar!!

Mig vantar sem sagt stað þar sem ég get verið með linkana mína og sett allt sem mér finnst fyndið inn... ég er alltaf að finna eitthvað verulega flott sem mig langar til að deila með öðrum en ég vil ekki gera alla vitlausa á stöðugum tölvupósti... ég er ekki "þannig" feministi;) hafið þið PRÓFAÐ að vera áskrifandi að þessum póstlista?!! ég fékk viðvörun frá Símanum um að ég væri að ofnota pósthólfið mitt - þeir hafa samband útaf því!!!!!

Anívei, sjáum hvernig/hvort þetta virkar;)

Engin ummæli: