laugardagur, maí 17, 2003

Gestabók komin - ÉG bjó sjálf til link og þurfti ekki að nota "hausinn" sem þeir gáfu mér upp:) samt að velta því fyrir mér að breyta þeim eitthvað....
Teljarinn kominn - skil ekki alveg afhverju þetta skiptist í tvennt þarna "onl" og svo "ine" ef einhver veit það má sá hinn sami alveg láta mig vita hvað er í gangi:)

Mikið rosalega er mikið af smáu letri sem þarf að lesa til að mega fá sér svona dót... var heillengi að scrolla niður, neðar og neðar til að geta samþykkt þetta og sannað að ég væri ekki einhver djöfladýrkandi sem ætlaði að setja inn myndir af dýrum og börnum í annarlegum stellingum og kenna fólki að búa til vetnissprengjur:) ætli ég komist á svartann lista ef ég skrifa "Kokkabók Stjórnleysingjans"? á ensku sem sagt... þessi síða er of ný til að ég þori að storka örlögunum:)

Núna er bara spurning hvernig ég get sett inn myndir og þannig... ætli ég verði ekki að surfa help-dálkinn aftur:)

Engin ummæli: