sunnudagur, október 21, 2007

Jæja:) vona að það séu ekki allir hættir að kíkja hingað?

það er kominn rétt rúmur mánuður síðan ég bloggaði síðast en það er að sjálfsögðu ekki vegna þess að ég hef verið löt þennan mánuð, alls ekki:)

ég kom heim frá Ungverjalandi í gærmorgun eftir tæpar tvær vikur í Búdapest en ég byrjaði mánuðinn í New York - ég var bara heima í rétt tæpa tvo sólarhringa á milli ferðanna og vann tvo heila vinnudaga þannig að ég náði hvorki að hitta né kveðja nokkurn mann nema vinnufélagana, Fídel og fjölskylduna:)

október hefur því verið mánuður ferðalagana en líka merkilegt nokk, söngleikjanna - í New York sá ég Avenue Q, Hairspray og The Color Purple með Fantasiu - held að þessi síðastnefnda hafi verið sú besta, ekki oft sem ég fer að gráta á almannafæri;)
en í Búdapest fór ég að sjá Chicago, á ungversku og það var mjög áhugavert:) leigði mér myndina í gærkvöldi því ég hafði aldrei séð hana og ungverska konan í myndinni sem dó var kínversk í ungversku uppsetningunni:)

ég fyllti minniskortið í myndavélinni í báðum ferðunum þannig að ég fyllist kvíða þegar ég hugsa um að fara í gegnum þær allar en ég mun láta verða af því fyrr en síðar - þær eru allar rosalega flottar sko, þær eru bara svo margar;)

þar til næst, lifið heil:)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

VELKOMIN HEIM GUÐRÚN!
Vona að allt hafi gengið vel og þú komist heil á höldnu heim.
Kannski maður geti átt vona á einu og einu bloggi í nánustu framtíð?
;)

Lára sagði...

JEIIIIIII!
Já og velkomin heim ;) ég gaf aldrei upp vonina um bloggið :D

Nafnlaus sagði...

The Cplor
Purple söngleikurinn? g hlt alltaf að söngleikir væru alltaf svona happy egund skemmtunar?