mánudagur, október 22, 2007

Það besta við svona daga er að vera loksins komin heim til mín:) fara í sturtu og elda kvöldmat sem er svo góður að Fídel vælir um að smakka áður en hann er tilbúinn - litli loðkúturinn er frábær gagnrýnandi því honum finnst maturinn minn svo góður:) ég var á tímabili með smá komplexa yfir því að geta ekki eldað en undanfarið eru þeir alveg horfnir því ég hef ekki klúðrað neinu, það hefur allt verið ætt fyrir utan það að eggjafíaskóið hefur verið útskýrt og hafði ekkert með mína eldunarhæfileika að gera:)

það var alltaf brandari að ég hafi verið nokkra mánuði að læra að sjóða egg því sama hvað ég gerði þá gat ég ekki soðið egg skammlaust - þegar ég tók skurnina af kom alltaf öll hvítan með í flygsum, í föstu formi eða fljótandi eftir eldunartíma og stundum flaut gulan með líka ... afskaplega neyðarlegt og ég tók sökina alfarið á mig og mína hæfileika, þar til um daginn:) það er prótínskortur eða efnasambandsrugl sem orsakar það að eggið sýðst ekki almennilega ekki potturinn minn, vatn, edik, salt, gat oná, gat undir etc. etc. sem ég prófaði:) og allan þennan tíma notaði ég sama 12 eggja eggjabakkann þannig að öll eggin í honum voru væntanlega gölluð - eggin sjáiði, ekki ég:)

hrísgrjónin eru hins vegar annað mál ... þau klúður á ég skuldlaust en núna kann ég að elda þau fullkomlega - geta grjón verið a la dent eins og pasta?;)

góðar stundir

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Öööh... hérna... já
semsagt, varstu marga mánuði að sjóða egg úr einum eggjabakka?

Annars er bezta eggjabrandara í heimi að finna í Spin City - Michael J Fox segir hann í síma, þ.a. hann er í raun eintal og þex vegna einfalt að segja hann en... æji nei, ég nenni því ekki.
Ætli hann sé ekki til á YouTube?
Eða gúggla: Michael J Fox Spin City 3 minutes egg big pot.

ankh
-hvaff

Nafnlaus sagði...

Sauðstu sem sagt eitt egg í einu? Sko, þú ert fullkomlega ógölluð en maður getur bara ekki verið góður í öllu ;)

Nafnlaus sagði...

Sjóða egg...ekki nein sérstök list en hrísgjrón eru gersamlega ómöguleg nema þau séu í suðupokum.
Kannski finnst mér auðvelt að sjóða egg því ég vil hafa þau hálffljótandi..hahahahahaha

Nafnlaus sagði...

Mér fór ekki að ganga vel að sjóða egg fyrr en mér lærðist einmitt að það verður að fljóta yfir. Þá læt ég suðuna koma upp og svo leyfi ég þeim að vera mismunandi lengi - en yfirleitt lengi. Ég er mjög hrifin af eggjunum mínum og öðrum stendur ekki annað til boða en það sama ... sem sagt látlaus hrifning.

Berglind Steins

Nafnlaus sagði...

hrisgrjón sem eru "undir tönn" eru ósoðin hrisgrjón.... sorrí