mánudagur, apríl 30, 2007

Jæja, þá er ég komin heim aftur:) kom í gær en sagði ferðasöguna svo oft að ég nennti ekki að blogga hana líka ... nenni því ekki núna heldur að vísu en ég var búin að lofa nokkrum orðum um ferðina og hérna eru þau:)

núna er ég búin að ganga á Hvannadalshnúk og komst klakklaust niður líka:) ég set allar myndirnar sem ég tók á netið við tækifæri en hérna er ein til sönnunar sem verður að duga þangað til:)



Þangað til er líka hægt kíkja á síðu samferðamanna minna, 5tinda gaurarnir tóku helling af myndum og trökkuðu leiðina:) mjög fínir strákar og ég hvet ykkur öll til að styrjka þá í júní þegar þeir fara í ferðina sína umhverfis landið og klífa hæstu tinda hvers landshluta:)

ég sem sagt lagði af stað úr bænum um miðjan daginn á föstudag, keyrði austur í Skaftafell og fann tjaldsvæðið fullt af tjöldum - var farin að vera hálfstressuð um að ég yrði ein í tjaldi því mér heyrðist á öllu að margir ætluðu að gista í sumarhúsum og hótelum í nágreninu ekki á tjaldsvæðinu:) ég var auðvitað ein í tjaldi en ég tjaldaði við hliðina á tjöldum 5tindagauranna þannig að ég var alls ekki ein á tjaldsvæðinu heldur í mjög góðum félagsskap:)

ég fór frekar snemma að sofa því við urðum að vakna um miðja nótt, klukkan fjögur því hópurinn ætlaði að leggja af stað upp klukkan fimm um morguninn ... jökullinn verður mýkri eftir því sem líður á daginn, þess vegna er lagt af stað svona snemma:)

það var frekar bratt til að byrja með en ekkert óviðráðanlegt:) það var skýjað þegar við lögðum af stað en við gengum upp í gegnum þau og eftir það var útsýnið eins og úr flugvél, fyrir ofan skýin en aðeins nær fjallinu sjálfu en ég myndi kjósa ef ég væri í flugvél:) í ca. 1100 metra hæð fórum við í línu og lögðum í óendanlega brekku upp að "gígbarminum". Við vorum bara fjögur í minni línu, leiðsögustelpan hún Sveinborg, kærustuparið Hulda og Guðmundur og ég:)

Við gengum og gengum og gengum í glampandi sólskini og frábæru færi alla leið upp endalausu brekkuna, með gígbarminum og að lokum upp hnúkinn sjálfan þar sem útsýnið var stórkostlegt og ég var svo himinlifandi að ég gaf samferðafólki mínu öllu high-five og brosti svo þangað til ég fékk tannkul:) Guðmundur og Hulda voru líka ofsalega sátt við að vera komin upp að lokum en þau eiga eftir að muna þessa ferð af annarri ástæðu en bara að hafa farið upp, þegar við vorum nefnilega komin upp og búin að snúa okkur í nokkra hringi til að dást að útsýninu fór Guðmundur á skeljarnar og bað Huldu - hún sagði já:)

ferðin til baka gekk hraðar en upp, helmingi hraðar raunar þrátt fyrir að þurfa að vaða blautan snjóinn niður óendanlegu brekkuna upp að hnjám ... þegar við komum niður stóð ekki til boða að fara í sturtu (var verið að endurnýja alla aðstöðuna í Skaftafelli og sundlaugin ekki opin nema á sumrin ...), ég tók "bala-þvott" eins og í bátum, skipti um föt og grillaði mér pylsur í kvöldmat:)

... ég náði ekki að halda mér vakandi nema til rétt rúmlega tíu, þá skreið ég inn í tjald (takk aftur Maja fyrir lánið:)) og steinsofnaði áður en ég náði að renna svefnpokanum almennilega:)

Á sunnudagsmorgninum vaknaði ég hress, hellti uppá kaffi og sat og spjallaði við samferðafólkið fyrir utan tjaldið í svona tvo tíma í glampandi sólskini og sumarhita:) snilldar veður alla helgina og þegar ég tók mér stuttan göngutúr upp að Svartafossi áður en ég lagði af stað í bæinn (til að fá blóðið í fæturna aftur) fór ég næstum alla leið á hlýrabol því það var svo hlýtt:) ekki Ásbyrgishiti að vísu en samt eins og um sumar:)

einn leiðsögumanna Fjallaleiðsögumanna (sem fóru með okkur upp) fékk far með mér í bæinn og var nokkuð hrifinn af Ara, enda ekki annað hægt:)

frábær helgi, mæli hiklaust með svona ferðalögum - ég er búin að skrá mig í Jónsmessunæturgöngu Útivistar á Fimmvörðuháls 22.-24. júni næstkomandi, hver vill koma með? :)

Lifið heil og góðar stundir

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir ferðasöguna :) Þetta endar örugglega með því að þú klifrar Everest :)

Nafnlaus sagði...

Þú ert ótrúlega dugleg!!!

Nafnlaus sagði...

Gott að þú skemmtir þér og gott að þú komst heil heim!!!

Nafnlaus sagði...

Þú ert meiriháttar dugleg! Ég hef bara orðið áhyggjur af því að ég muni ekki halda í við þig á hálsinum! Best að fara að koma sér í form ;)

Nafnlaus sagði...

Ég vissi nú alltaf að þú myndir geta þetta, enda ertu snillingur!
Gott að vita að þú komst heil heim...

elisabet sagði...

Frábært afrek! Til hamingju.

þú ert svo inspírandi!

theddag sagði...

Vá, þetta hefur verið æðisleg ferð og myndin er rosalega flott. Mér finnst þú hetja og ótrúlega dugleg. Ég vildi að ég gæti gert þetta líka.
Fimmvörðuháls??? Er það ekki svo erfitt fyrir fólk af minni breiddargráðu?