þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Ég er ekkert hætt að blogga, alls ekki, ég er alltaf að semja blogg í kollinum á mér sem komast aldrei á skjáinn :)

... sem er synd því þetta eru ofsalega skemmtileg blogg, svo skemmtileg að ég sit á ljósum eða er uppá fjalli eða í sturtu eftir æfingu og hlæ undurlágt með sjálfri mér eða brosi eins og ég hafi fundið fimmþúsundkall í gömlum jakka - hef ég minnst á það að ég hef ekki eignast nýja vini undanfarið? :)

annars er ég farin að hafa smá áhyggjur af sjálfsmynd minni og að hún sé fáránlega skekkt, mér finnst ég nefnilega alveg vera í lagi og jafnvel frekar sæt svona in a certain angle and in certain light svo ég kvóti nú manninn sem mig langar aldrei til að hitta því ég þekki sjálfa mig, eins og fram hefur komið - en þekki ég sjálfa mig svona "utaná"? myndi ég þekkja mig ef ég sæi sjálfa mig á gangi eftir götu? mig er nefnilega farið að gruna að ég sé með anti-anorexíu!! Fólk með anorexíu finnst það alltaf vera of feitt sama hvað mælingar sýna mér finnst ég hins vegar vera alveg í lagi þó ég sé ekkert endilega grönn eða horuð en mælingarnar mínar sýna allt annað!! ég er ekkert meðalmanneskja á blaði eins og mér finnst ég vera inní mér heldur er ég of feit og á sumum töflum horfir þetta til vandræða, ég á það á hættu að verða bráð hinna ýmsu sjúkdóma fyrir utan að eiga að ræða við lækni minn áður en ég fer að stunda cardio-æfingar til að vera viss um að hjartað í mér þoli álagið ... og að þessu kemst ég daginn sem ég tek heila æfingu án eins einasta gelts, en það hefur ekki komið fyrir síðan í haust :)

ég er að hugsa um að hætta að skoða heimasíður og lesa mér til um heilsu og líkamsrækt því það sem ég er að gera núna virkar, þetta er nefnilega allt spurning um déennaið okkar (DNA) - ég held að frumurnar í mér þekki eggaldin og kúrbít ekki sem mat því pabbi minn borðaði aldrei epli nema á jólunum og afi minn smakkaði ekki kartöflu fyrr en um fermingu ... hvernig í ósköpunum eiga genin í mér að skilja að salat með fetaosti, furuhnetum og sólþurrkuðum tómötum sé matur? hvað vorum við margar milljónir ára að koma okkur uppúr sjónum, uppí tréin og niður úr þeim aftur? hversu margar kynslóðir sjómanna og bænda á eyjum norður undir heimskautsbaug lifðu ágætu lífi án þess að þekkja kosti tófú og soya? svo kem ég, langaftast í keðjunni og ætla að vera grænmetisæta ... kannski ekki skrítið að ég skuli vera með ofnæmi fyrir öllu, Pétri og Páli - en ég borða ekki súrmat, hann er ógeðslegur:)

en þetta er útúrdúr :) þið hafið eflaust engan áhuga á því hvað ég borða og hverjar mínar pælingar eru varðandi mat því þær eru ekki sérlega meinstrím - en ég þekki stelpu sem borðar ekki kjúkling og lambakjöt því hún borðar ekki huglaus dýr, hún borðar hvalkjöt, hross og nautakjöt því það eru hugrökk og hraust dýr :) alls ekki slæm pæling ef þú trúir því að þú sért það sem þú borðar :)

það sem ég ætlaði að segja er að ég ákvað að breyta til í janúar og sagði upp í vinnunni en nú hafa málin æxlast þannig að ég hætti ekki fyrr en næstu áramót, uppsagnarfresturinn lengdist aðeins umfram þessa lögbundnu þrjá mánuði en til að breyta einhverju samt þá skráði ég mig í skólann, á miðri önn og þegar ég er ekki í vinnunni, með hundinum, vinunum, á æfingu eða sofandi þá er ég að lesa upp allt sem ég hef misst af síðan í byrjun janúar þegar allt annað vitiborið og skynsamlegt fólk byrjaði :) ... svo er ég líka á ræðunámskeiði sem þarf að læra fyrir þannig að það er alveg nóg að gera og þess vegna hef ég ekki bloggað í háa herrans tíð, ég er ekki hætt:)

bíðið bara þegar kemur að ritgerðaskrifum og prófum verð ég virkari sem aldrei fyrr, það er alltaf í byrjun annar sem ég er duglegust ... minnir mig :)

Góðar stundir og notið sólgleraugu við akstur

3 ummæli:

Lára sagði...

DUGLEG DUGLEG DUGLEG!!!
Alveg laaaangur póstur og gaman að sjá að þú náðir að setja þetta niður á skjáinn ;)

You're back, baby!

theddag sagði...

Ég kannast við þetta með anti-anorexíuna. Til að mynda þá finnst mér ég ekki vera næstum eins feit og ég er og fæ því alltaf sjokk þegar ég sé myndir af mér eða geng framhjá spegli. Hugurinn er greinilega í afneitun og trúir að líkaminn var eins og þegar ég var fyrir ca. 5 árum.

Nafnlaus sagði...

Ég veit ekki hvort þú ert með brenglaða sjálfsímynd...vonandi ekki :) En ég er búinn að þekkja þig í hátt í áratug og þú hefur aldrei verið of grönn eða of feit á þeim tíma, bara passleg :)