mánudagur, janúar 15, 2007

Spyrjið mig um ketilbjöllur :)

vissi ekki að það væru svona margir vöðvar í hryggnum og öxlunum en þar sem ég veit af þeim núna (harðsperrur? Ójá!) er algerlega málið að virkja þá reglulega og mikið - keypti mér 12 kílóa ketilbjöllu og ætla að byrja að nota hana um leið og ég er búin að jafna mig á að hafa lært að sveifla helvítinu.

Lifið heil

5 ummæli:

VallaÓsk sagði...

ég heimta mynd af þér með gripnum!!! vantar einnig einhverjar staðreyndir um svona ketilbjöllur...hvaðan þær eru og svona....sagnfræðingurinn í mér heimtar svoleiðis... hehehe

Nafnlaus sagði...

Hæ, hvað kostar þessi ketilbjalla?

Nafnlaus sagði...

Sá þig í sjónvarpinu sveiflandi gripakúlunum=ketilbjöllunum með stæl... svaka flott!

Syneta sagði...

ég á ekki mynd af mér með ketilbjöllunni minni ... ennþá Valla mín en þú færð fyrsta eintakið þegar hún er tekin:)

þessi 12 kílóa sem ég keypti kostaði rúmar 8 þúsund með afslætti ... ekki ódýrt sport en hrikalega skemmtilegt samt sem áður:)

og takk fyrir það ásdísin mín:) velkomin heim og gleðilegt ár:) ef þú hefur áhuga get ég kennt þér á ketilbjöllur en ég get ekki lofað að þú komist í sjónvarpið líka ... en ég skal athuga hvað ég get gert;)

Nafnlaus sagði...

OK,núna hljóma ég eins og asni en hvað er Ketilbjalla eiginlega :)