þriðjudagur, janúar 09, 2007

Gleðilegt ár rúsínurnar mínar :)

þakka ykkur kærlega fyrir öll kommentin undanfarið og afsakið þessa bloggleti undanfarið, ég gerði mér enga grein fyrir því að ég ætti svona tryggan lesendahóp og verð að viðurkenna að ég er svolítið upp með mér - kannski ég reyni að bæta mig á nýju ári svo þið haldið áfram að lesa? :)

vegna þess að það er næstum kominn mánuður síðan ég bloggaði síðast þá þarf varla að nefna það en mjög margt hefur gerst síðan í fyrra ... en ég veit ekki hvar ég á að byrja:) ef ekki væru ásakanir um agaleysi, mótmælaspjöld, símtöl og boot camp stæl hvatningarhróp myndi ég líklega bara blogga um páskana og sleppa þessum undanfarna mánuði?

ég kem ofsalega vel undan jólunum, maturinn var góður, fríið ljúft, fólkið skemmtilegt og pakkarnir útpældir, þannig eru bestu pakkarnir:) ég fékk saltlampa og myndir af frændsystkinum og heila körfu af vellyktandi hinu-og-þessu og kósí inniskó og náttföt (í stað þeirra sem var stolið í útlöndunum;)) og fleira og fleira, meira að segja ipod nano sem er orðinn nýi besti vinur minn - þið sem haldið að þið séuð bestu vinir mínir, nú verðið þið að fara að æfa ykkur í að skynja tilfinningar mínar og syngja lögin sem ríma við sálarástand mitt á hverjum tíma - án þess að ég segi orð því ég má káfa orðlaust á ipodinum og skipta um lag sem passar við það hvernig mér líður en ég mun ekki káfa á ykkur, það gengur aldrei upp til lengdar að káfa á vinum sínum og stundum get ég ekkert tjáð það með orðum hvernig mér líður - loksins er komið "soundtrack" við líf mitt, ég hef alltaf vitað að það væri þarna einhvers staðar í bakgrunninum en ég hef orðið að humma lögin sjálf og yfirleitt man ég bara eitt í einu og sama lagið gengur ekki við öll tækifæri því sama á hverju dynur eru alltaf nokkrar tilfinningar sem fylgja hverri "uppákomu", þau eru núna komin í playlista og kannski deili ég einhverjum þeirra með ykkur einhvern daginn?:) en það sem ég var byrjuð að segja; hugsanalestursnámskeið eða þið verðið að sætta ykkur við annað sætið:)

púslið er enn í vinnslu en mér er farið að líða eins og persónu í ævintýri sem spinnur og spinnur allan daginn en þegar hún vaknar á morgnanna er allur þráðurinn orðinn að heyi aftur - ég púsla og púsla svo þegar ég kem heim á kvöldin hefur Fídel búið sér til bæli í púslinu miðju og þæft allt sem kló á festir - kannski hefði ég átt að skíra loðkútinn Rumplestiltskin en ekki Fídel?

svo margt er enn óbloggað en núna er ég orðin þreytt og ringluð og man ekkert - en ég ætlaði að minnast á eitt enn (geymi Ómar þangað til næst), klukkan tíu mínútur í fjögur, aðfaranótt jóladags fékk ég sms sem hefur væntanlega átt að fara á einhvern annan en mig (því mér dettur enginn í hug sem myndi senda svona á mig því ég þekki engan sem fílar manninn) en gladdi mig ósegjanlega mikið þegar ég rumskaði um morguninn:

Chuck Norris doesn't read books. He stares them down until he gets the information he wants. kv m


kannast einhver við að hafa sent mér þetta óvart?:) hvort sem ég þekki þessa "m" manneskju eða ekki þá fannst mér þetta mjög skemmtileg byrjun á deginum:)

núna er ég hins vegar að fara að sofa

góða nótt og lifið heil

2 ummæli:

Lára sagði...

Jei!!
Fínn póstur, mín kæra! Ég kannast pínu við þetta púsl vandamál því litli frændi minn vill alltaf "hjálpa til" þegar maður er að púsla og lemur kubbana til hlýðni.

En Chuck Norris? Zat is very strange....

Juliana sagði...

Kannski voru skilaboðin frá Chuck Norris sjálfum.....En er annars stemming fyrir því að við stelpurnar hittumst eitthvað eftir helgina? Ég er nefnilega orðin skítleið á kuldanum og einangruninni í sveitinni og kem því í bæinn á Mánudaginn og verð þar alveg fram á föstudag.