miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Góðan og blessaðan:)

ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir fjölmörg komment við síðustu færslum og afsaka það að hafa ekki svarað neinu þeirra ... ég er fegin því að vera ekki sú eina sem festist andlega á öðru tungumáli en því sem ég er að tala ... líkamlega :) rauðkál og ora grænar voru eimitt meðlætið á laugardaginn síðasta ásamt kartöflum auðvitað og því miður held ég að ég fari ekki á Jólablótið því undanfarin jól hef ég verið upptekin við annað og fagna vetrarsólhvörfum og því að daginn tekur að lengja á minn eigin hátt. Þannig að við "Leynilegi aðdáandinn" verðum bara að hittast á Sigur- eða Sumarblótinu í staðinn? ... samt grunar mig að "hann" þurfi ekkert að kynna sig fyrir mér fyrst "hann" veit af þessu bloggi? :)

Ég var að hugsa svolítið áðan og ég ætla aldrei að venja mig á það að mála mig á hverjum degi. Fyrir því eru fjölmargar ástæður, mér finnst að húðin eigi að fá að anda, ég er með eða hef fengið ofnæmi fyrir öllum snyrtivörum sem ég hef prófað, snyrtivörur eru dýrar en aðallega ætla ég ekki að venja mig á að mála mig á hverjum degi því þegar ég er orðin gömul og hárið fer að þynnast þá detta sum hárin alveg af og skallablettir myndast. Ég er eiginlega sannfærð um að ég eigi eftir að missa augabrúnirnar og vera sköllótt á enninu. Ef ég er sköllótt á enninu verð ég að teikna á mig augabrúnir og þá má ósköp lítið útaf bera til að ég verði ekki krónískt undrandi á svipinn, er það ekki?

Sex dagar í frí og mig svimar af stressi ...

Lifið heil og verið góð við alla í kringum ykkur.

Engin ummæli: