föstudagur, apríl 21, 2006

Gleðilegt sumar:9

það er pása á öllu í vinnunni núna því það er verið að endurræsa allt draslið ... það var allt í lagi hjá mér og það hefur allt virkað í allan morgun en það var ekkert í gangi á "bakvið" þannig að hugsanlega mögulega er allt sem ég hef gert í morgun "ekki til" ... ég er ekki tækjamanneskja;) jú, fínt að hafa öll þessi tæki, alveg súper, auðveldar lífið, bjargar mannslífum, eykur lífsgæði en ... jamms, en:)

kannski er ég búin að lesa of mikið af ævintýrum um ævina eða þá að ég er búin að fara yfirum á ritgerðinni minni án þess að vita það? kannski er ég búin að spila of mikið Risk God Storm (sem ég er btw orðin hrikalega góð í án þess að svindla, í gær vann ég aftur:))? mig langar til að búa í heimi Tolkiens eða Terry Pratchett ... ég myndi "sætta mig við" heim Astrid Lindgren þó að þar séu hvorki dvergar né galdrakallar bara eilíft sumar, heimabakað brauð, spegilsléttar tjarnir og prakkarastrik:)

Live Long and Prosper

Engin ummæli: