föstudagur, apríl 07, 2006

Föstudagurinn mættur, morgunprógramminu var aflýst vegna veðurs þannig að ég svaf aðeins út - mjög ljúft!:)

Ég blitz-bloggaði ekki í gær en gleymdi samt að skrifa um fullt af hlutum sem ég ætlaði að skrifa um, svona fer þegar ég er upptekin af því að sinna klukki og klukka aðra:) Ég fór nefnilega í leikhús á miðvikudaginn og það var alveg meiriháttar! Ég held ég sé sammála Pírisi, einhver brögð hljóta að vera í tafli! Það merkilega er líka að ég var alltaf að gleyma því að ég væri í Hagaskóla, það var allt svo rosalega professional og alvöru - ég er með frekar lítið hjarta og ég var búin að gleyma hvernig sagan endaði þannig að í lokin var ég næstum farin að gráta! Ég ætla ekki að vera leiklistargagnrýnandi þegar ég er orðin stór því ég veit ekkert hvaða orð á að nota yfir svona frábæra sýningu en þegar ég er orðin stærri og þessir krakkar eru orðnir stórir ætla ég að fara á allar sýningarnar sem þau koma fram í ... og á tónleikana:)

Í gærkvöldi hitt ég ÞýðEndurnar í fagmannlega eldaðan kvöldmat heima hjá Berglindi:) Ólöf fór með gamanmál (sem ég flissa ennþá yfir:)) og við lékum eftirminnilega "leikþætti" úr Actionary, þar á meðal tvær útgáfur af humri - ég er með harðsperrur eftir allan hláturinn:) mikið ofsalega var gaman!:)
Á þriðjudaginn síðasta hitti ég loksins Eydísi á Íslandi (ég linka ekki á síðuna því hún er komin í dvala:( því miður, mjög skemmtileg:)) og Birnu og Írisi og Sigrúnu (ertu með blogg?:)). Eydís var búin að búa til flottustu djöflatertuna sem ég hef smakkað og frábæra múffinsköku, svo voru líka chilli kökur og eitthvað japanskt sem ég hætti við að smakka eftir að hafa séð gufuna koma út úr eyrunum á Sigrúnu:) Við reyndum að spila Polyglot en það gekk ekki þannig að við spiluðum leik með skyggni fyrir MR. X ... Cluedo? Man ekki hvað leikurinn hét en við náðum glæpamanninum Sigrúnu-X og spiluðum því næst Leonardo & Co. ... minnir mig að spilið heiti? Mér fannst það mjög skemmtilegt:) lærði hellings eins og hvað "verg" tala/framleiðsla/eitthvað er (þjóðarframleiðsla mínus hráefni minnir mig) og að farfuglar þefa ekki upp löndin sem þeir ætla til heldur nota pólstjörnuna og að helíum blaðra leitar til vinstri í bíl sem er á ferð á beygir til vinstri vegna þess að hún er svo létt ... það er alveg búið að eyðileggja miðflóttakraftinn fyrir mér núna, ef ég er að flytja 40 feta gám fullan af helíumblöðrum og fer of hratt í vinstri beygju get ég þá velt bílnum til vinstri???!!!! Hmmm, hvað segja lesendur mínir meiraprófsbílstjórarnir (líka þeir sem lásu Bíllinn minn ekki Umferðin og ég í ökuprófinu:))?

Góðar stundir

Engin ummæli: