anívei, við fórum í Brennó og Kýló og Skotbolta og að lokum í eina Einu krónu þar sem ég var'ann og náði öllum nema Hannesi:) ... sem var smá asnalegt því hann var sá eini sem var í eldrauðum stuttermabol og hefði átt að sjást fyrstur og langbest:)
auðvitað tók ég myndir:)


þið sjáið þemað, önnur myndir sýnir hvað við erum hrikalega ákveðin og til í að leika okkur og hin sýnir auðvitað hvað við erum rosalega skemmtileg og hress og ung í anda að vilja fara út í leiki á kvöldin:) þetta er "byrjunar-hópurinn" en svo bættust fleiri við - alltaf skemmtilegt þegar það eru fleiri með:) svipuð uppstilling og sama þema, alvarleg og hress:)


... sjáum svo hvernig þetta kemur út þegar ég publisha ... :)
komst að því að Rut frænka mín er með blogg:) og í gegnum það að litla systir hennar Margrét, sem er einnig frænka mín, bloggar líka - ekkert verið að segja frá því Rut??:)
en ég mæli hiklaust með því að fólk fari í leiki á miðvikudagskvöldum í sumar, það er ábyggilega ekkert betra í sjónvarpinu? ... annars er ég komin aðeins útúr dagskránni því ég kveikti síðast á tækinu mínu 19. maí ... minnir mig?? hvenær var Júróvisjón annars?:)
allir út í leiki!!!
... og lifið heil
Engin ummæli:
Skrifa ummæli