miðvikudagur, mars 30, 2005

Góðan daginn:)

ég var að skutla Valgerði í Flybussinn og klukkan er fáránlega snemma, það er langt frá því að vera kominn dagur en ég er samt vöknuð og klædd og í mestu vandræðum með að ákveða hvað ég eigi að gera næst ... ef ég fer að sofa (efst á óskalistanum) eru allar líkur á að ég sofi yfir mig í allt annað sem ég ætlaði að gera áður en ég færi í vinnuna og ef ég fer ekki að sofa verið ég orðin klikkað þreytt þegar ég er búin í vinnunni og fer bara beint heim að sofa ... en ég hef lúmskan grun um að ég eigi að gera eitthvað í kvöld - ef ég er að fara að gera eitthvað með einhverjum sem les þetta blogg þá er bannað að vera sár yfir að ég sé búin að gleyma því tímabundið að we had plans, klukkan er ekki orðin fimm um morgun!! ... ætti kannski að fara í ræktina? neibbs, opnar ekki fyrr en eftir klukkutíma:/

það sagði mér snillingur í gær að hvítur væri ekki rétti liturinn í eldhúsið mitt vegna þess að það væri ekki nægilega góð lýsing og ef það er ekki nægilega góð lýsing lítur hvítur alltaf út fyrir að vera grár - ég var sem sagt ekki að klikka á máluninni heldur á litavalinu:) ... sem þýðir auðvitað að ég verð að velja lit EÐA bæta lýsinguna EÐA setja bara flísar eins og planið er í framtíðinni, held samt að þetta síðastnefnda sé ennþá framtíðarplan því það er a) dýrt (er það ekki?) og b) ég hef ekki tíma til að búa til flísarnar eins og þær "eiga að vera" ... kannski verð ég að minnka þessar sérþarfir ef ég ætla að koma einhverju í verk hérna heima ... svona áður en ég verð of gömul til að ganga upp allar hæðirnar og sel einhverjum öðrum?:)

ef ég fer að sofa og ef ég sef yfir mig þá er ég búin að finna frábæra síðu!! hún býr til afsakanir fyrir mig!! 3.6 milljónir afsakanir!!:) hvernig ætli þessi gaur afsaki nafnið sitt?
það eru greinilega ekki allir jafnhrifnir af páskunum ... en mér finnst eitthvað skrítið við þessa frétt, þessi tólf ára var líka í verslunarmiðstöðinni daginn áður (hvað er líka málið með að muna eftir einum krakka? það hljóta að koma nokkur hundruð krakkar á dag til þessa kanínustráks) og þá var í lagi með hann þannig að ég held að a) kanínan gerði honum eitthvað að fyrra bragði b) strákurinn þekkti manninn í kanínubúningnum og ákvað að nota tækifærið (til að hefna sín?) á meðan hann gat ekki slegist á móti c) misbeitt ýgi, aumingja krakkinn var kannski bara orðinn leiður á að þvælast í verslunarmiðstöðinni með foreldrum sínum d) hann hefur verið að horfa á bíómynd eða spila tölvuleik og lært að það sé í lagi að lemja kanínur ... þetta atvik hefur btw vakið alvarlegar umræður:)
þessi árás er samt ekki einangrað tilfelli, þessi var óskaddaður en búningurinn skemmdist og Minnie Kasper var 24 ára árið 1998 og lenti í því að móðir barns lamdi hana þegar Kasper tók af henni beltið sem hún var að nota til að lemja tveggja ára son sinn ... mæli með því að þið lesið þessa grein(, það er greinilega mjög sérstakt fólk sem velst í kanínustarfið, Kasper talar alltaf um kanínuna sem hún leikur í þriðjupersónu, karlkyni ... kannski hefur það eitthvað að segja að hún vinni í plastverksmiðju?
True to her character, Kasper said, "The bunny didn't say anything because the bunny can't talk."
But bunnies do bleed, Kasper soon discovered.


... svo er það hin hliðin, when the bunny fights back!! en ég er búin að komast að því hvar börnin læra þetta, í kirkjunni! og með tónlist og hér er listi yfir dauðar/morðóðar kanínur í afþreyingarmenningunni ... mér fannst eins og Lennie í Of Mice and Men hefði "klappað" kanínu til dauða en hann klappaði "bara" mús, hvolp og konu til dauða - kanínurnar lifðu allar af... ok, þetta er farið að vera furðulegt, kanínufetish eitthvað ... ég enda kannski eins og þessi gaur/gella?

Engin ummæli: