sunnudagur, mars 27, 2005

Ég hef lúmskan grun um að ég eigi að láta fagmennina um að mála (þeir kveikja ekki næstum í málingunni og eru fagmenn/sérfræðingar) ... ég er búin að vera að mála eldhúsið mitt í dag:) það hefur staðið til mjög lengi að mála eitthvað annað en myndir á veggina;) þannig að ég lét verða af því í dag ... nú er ég farin að efast um að þetta hafi verið góð hugmynd ... kannski er ég bara svona óörugg vegna þess að ég hef aldrei málað heilt eldhús áður en kannski er ég óörugg vegna þess að ég sé engan mun nema í horninu þar sem ég er að mála yfir frekar dökkan lit, ég sé ennþá mun þar eftir tvær umferðir ... hvað þarf margar umferðir?? annars staðar er ég að mála hvítt-ish yfir ljósblátt og ég sé ekki hvert ég er komin og verð að "telja mig áfram" eftir "panel-samskeytum" og má helst ekki líta upp því þá missi ég af staðnum ... þó er ég með ágætis vinnuljós ... ég ætla að bíða þangað til það er kominn dagur til að sjá hvernig þetta lítur út almennilega áður en ég lýsi því yfir að ég sé litblind;)
ég man eftir einni helgi þar sem ég bjó einu sinni, það var verið að mála stofuna og "málarameistarinn" afþakkaði hjálp mína pent en mér var velkomið að halda uppi samræðum:) ég get það og var þvílíkt fegin því hann var alltaf sáttari og sáttari við valið á litnum á veggina, "sérðu hvað þessi litur er miklu ferskari en sá gamli?" "þetta er miklu betri litur" ... ég horfði og horfði á vegginn og fylgdist gaumgæfilega með hverri einustu "rúllun" og ég sá ekki nokkurn mun, þetta var nákvæmlega sami liturinn en nei, nýji var miklu flottari:) ég er vel uppalin og samþykkti það ... og skipti um umræðuefni;)

tónablind kannski? ég sé mun á litum, rauðum, grænum, bláum og gulum ... gulum? ég bý í gulu húsi en ég er alltaf að sjá að fleiri og fleiri eru óssammála mér, náttúruleg veðrun segi ég alltaf, máling er ekki alltaf eins "skýr" og þegar hún var ný en kannski bý ég ekkert í gulu húsi? kannski bý ég í kremlituðu húsi og hef alltaf gert? nahhh ég bý í gula húsinu:)

Engin ummæli: