mánudagur, apríl 05, 2004

var að koma heim úr vinnunni og er hreint út sagt alveg búin, alveg, alveg:) ætlaði að sofa í dag áður en ég færi í vinnuna en gat það ekki ... svaf heldur ekki út... en á morgun, á morgun mun ég sofa þangað til ég þarf að mæta í skólann klukkan þrjú:) búin í einum tíma sem ég var alltaf í á mánudögum klukkan eitt þannig að núna fæ ég tvo auka klukkutíma:) ... sem er gott, ég er of upptjúnuð til að fara að sofa núna ... er samt að hugsa um að fara upp í rúm og vonast eftir kraftaverki:)

takk fyrir komuna í kvöld stelpur:)!!! alltaf svo gaman þegar fólk kemur í heimsókn til mín:) og Bryndís, þú verður eiginlega að fara að blogga til að vera eins og við hinar - þetta er hópþrýstingur núna:) ég er alltaf að hugsa um hvað nefið á Carmeninni þinni er flott:) ekki segja Fídel:)

Gunnar og Debbý hringdu í mig í morgun þar sem þau sátu á útikaffihúsi á hlýrabolum við Bastilluna í París - sumt fólk þoli ég ekki;) þau ætluðu að senda mér myndir en enn hefur ekkert borist emailleiðis... talandi um það þá verð ég að fara að skipta um addressu... þessi gengur ekki lengur:/ kannski ætti ég bara að nota þrjá fyrstu stafina aon@simnet.is ... hljómar soldið eins og einhvers konar stuðningshópur er það ekki? ... pæli í þessu:)

rosalega mikið af brosköllum hérna hjá mér í kvöld:) ... ætli ég sé ekki í svona góðu skapi? alveg ágætis vakt líka, enginn Jägermeister hetja og soldið margir "einn kaffi .... aðra ábót?" en ég er að verða vön þeim ... rukka samt fimmtíu kall fyrir fleiri en þrjár:) það sat að vísu fólk inni til að verða hálftvö sem ég þoli yfirleitt ekki en þetta voru sjö Færeyingar, rosalega kurteisir og keyptu fyrir ca. 10.000.- kall og ég fíla Færeyinga þannig að ég varð ekki einu sinni pirruð á þeim:) that's a first:) ef Didda og vinir hennar hefðu verið þarna hefði ég ábyggilega verið að því komin að lemja þau öll í hausinn en þau eru heldur ekki kurteis auk þess sem ég held að þau séu öll blind? allir stólar á borðunum og eini óskúraði gólfflöturinn er í kringum þau: "eruð þið ekki BARA að ganga frá?" ... eeeeehhhhh .... .jú!!!! fólk er svo furðulegt:)

er að fara í afmæli næsta föstudag, Föstudaginn langa, þá dó Jesú fyrir þá sem ekki vita það:) ... jamms, "rosalega sniðugt að eiga afmæli svona á Föstudeginum langa!! allir í fríi og svoleiðis" ... einmitt... það rignir líka alltaf á Uppstyttingardaginn:) svona er fólk, alltaf að koma mér á óvart:)

góðar stundir

Engin ummæli: