mánudagur, desember 22, 2003

ógeðslega snemmt... en get ekki sofið lengur...

í dag er það Þorláksmessuskatan! soldið sátt við að vera að fara í vinnuna með kvef því þá finn ég vonandi ekki eins mikla lykt:) á móti kemur að vísu að ég á ekki eftir að finna neina lykt af sjálfri mér heldur og það gerir "lyktar-control" alltaf miklu flóknara:) hef bara sama system og árin áður, klæði mig úr á stigapallinum og skil fötin eftir þar, losa köttinn rólega af bakinu á mér til að fá ekki ör eftir neglurnar eða fer í sturtu með hann áfastann og leyfi honum að blotna almennilega og tengja lyktina við sjokk ekki gleði (skilyrðing sko, úr sálfræðinni) og útskýri fyrir honum að hann megi leika sér í fatahrúgunni einhvern tímann á morgun þegar ég þarf ekki að mæta aftur í sömu fötunum í fiskbúðina - gengur ekki að vera loðinn af kattarhárum í vinnunni og það er nægilega erfitt að slá af sér kettina í nágrenninu:)

ef einhver vill verulega góða Þorláksmessuskötu mæli ég hiklaust með Gallery fisk, Nethyl 2, bæði til að kaupa og borða á staðnum þar sem þeir eru með þennan snilldar veitingarstað:) og ef þið eruð rosalega heppin þá mun ég afgreiða ykkur:)

... ef þið borðið ekki skötu hins vegar þá er það alltaf Svarta kaffi og súpa í brauði, mjög gott jólaglögg og stemmningin mun vera frábær á Þorláksmessu - við erum búin að vera að peppa okkur upp í margar vikur til að vera hress og svo er búið að lofa okkur staffapartýi eftir vinnu:)... þannig að þegar við kveikjum ljósin þá er búið að loka þó að þið séuð full og vitlaus:)

Engin ummæli: