laugardagur, desember 20, 2003

ennþá lasin... kannski meira lasin en ég var í gærkvöldi en ekki með eins mikinn hita... fer ekki í vinnuna í dag sem er synd vegna þess að það verður geðveikt að gera þar en ekkert að gera hérna því ég er búin að kaupa OG pakka inn öllum jólagjöfunum mínum (hef aldrei verið svona skipulögð!!!) að vísu er ég með einn pakka sem ég á ábyggilega ekki eftir að gefa og mig vantar einn... alltof flókið að finna gjafir handa sumum! en núna hef ég heilan dag til að velta því fyrir mér... ég get líka alveg farið að taka til en ég hef ekki orku í það akkúrat núna þannig að ég er bara að taka til í pósthólfunum mínum... ekkert smá sem safnast fyrir þegar maður kíkir ekki á e-mailin sín í að verða viku:)

fékk e-mail um að eina bloggsíðuna vantaði þannig að linkurinn verður kominn eftir smá stund...

Hannesinn er kominn heim og ég er bara búin að hitta hann tvisvar... stundum er bara ekkert gaman að vera í vinnum... kannski ætti ég bara að taka neyslulán og díla við þetta allt saman þegar ég er orðin stór?:) ég sá einu sinni í sjónvarpinu viðtal við fólk á mínum aldri sem skuldaði nokkrar milljónir í neyslulán, Fólk með Sirrý sko, en ég held að ef þú skuldar einhverjar 20 milljónir án þess að eiga neitt í staðinn ertu í soldið vondum málum? ég skulda ekki 20 milljónir...

kannski ég taki soldið til á þessari síðu líka? bæti inn einhverju eða eitthvað?... kannski á eftir, ætla að leggja mig smá núna:)hehehehe engin orka:)

Engin ummæli: