laugardagur, júlí 05, 2008

Það er ekki hægt að saka mig um að hafa verið dugleg að blogga undanfarið en mér til varnar þá er sumarið of stutt til að eyða frítímanum fyrir framan tölvuna ... ekki að ég hafi átt ofgnógt frítíma undanfarið en núna er ég komin í vinnuna aftur og ætti að geta hripað niður eins og svona einu bloggi á 13 tíma vakt:)

... það eru að vísu fimm tímar búnir af vaktinni nú þegar (er ekki örugglega laugardagseftirmiðdagur??) og ég er ekki búin að afkasta sérlega miklu, nema vinnu auðvitað:) ég er farin að hallast að því að eina fólkið eftir í Reykjavík þessa helgi sé annað hvort fólk sem fékk ekki frí og verður að vinna (eins og ég og vinnufélagarnir) eða snarvitlausir rugludallar sem fara allir á stjá í hópum og gera allt vitlaust:)

Þessi hitabylgja sem var spáð núna um helgina er sóllaus en mikið rosalega er heitt? kannski finnst mér bara svona heitt því það er afskaplega erfitt að stilla hitastigið í vinnunni (það var til dæmis skelfilega kalt hérna í allan vetur) og svo þegar ég fer út klæði ég mig upp eins og ég sé á leiðinni á fjöll um vetur - ætli ég myndi sleppa öllum þessum mótorhjólahlífðarbúnaði ef ég byggi í Aþenu? þar var fólk á mótorhjólum í stuttbuxum einum fata ... jú, og með hjálm en sumir létu sér nægja að halda á honum, kannski segja lögin að fólk verði að bera hjálm við akstur en ekki að hafa hann á höfðinu?

... og kannski virkar þessi orðaleikur ekki á grísku? :)

Við fórum í morgunmat niður í bæ í morgun, á Tíu dropa:) ég fer yfirleitt þangað þegar ég fer á kaffihús því það er svo góður staður og hefur ekkert með það að gera að ég þekki eigendurna, nema bara til að byrja með - þá er ég að meina að vinátta og kunnugleiki við eigendur staðarins kom mér á bragðið og nú er ég húkkt:) en Gunni Palli kokkur (sem ég hef ekki hugmynd um hver er) er alveg sammála mér með að Tíu dropar er heimsóknarinnar virði:) Kíkið endilega sjálf - ég mæli með öllu sem ég hef smakkað þar hingað til;)

Annars fer ég ekki nógu oft á kaffihús þessa dagana ... ég held ég hafi farið síðast á kaffihús í apríl, á Tíu dropa einmitt ... kannski ég fari að stunda þau meira þegar líður að hausti og í vetur?:)

Jú, ég held ég geri það barasta - eruði ekki memm?:)

Lifið heil og ekki vera rugludallar

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú verður að taka mig með á þetta kaffihús einhvern tíman þegar ég á leið um borgina.

Annars eru ágætiskaffihús hérna líka þannig að við gætum nú farið á kaffihús ef þú kæmir hingað;-)

Ég skal reyna að vera ekki rugludallur - alltaf gott að hafa markmið....

Knús Valgerður

Hlúnkur Skúnkur sagði...

Ég heyrði það einmitt úti í Aþenu árið 2003 að það hefði einmitt staðið í lögunum að það væri skylda að vera með hjálm á mótorhjóli, svo fólk hefði bara hengt hann á framhandlegginn. En að "nú" (lesist: þá) væri það komið í lög að hjálmurinn þyrfti að vera á hausnum, fastbundinn. En hversu vel það gengur að koma því inn í þjóðarsálina veit ég ekki.