þriðjudagur, júní 10, 2008

Ég man ekki hvenær ég skipti síðast um ljósaperu, ég hef óljósar minningar um að standa á stiga inná baði og skrúfa krónuna úr til að skipta um peru en ég man ekki fyrir mitt litla hvenær það var ... og það er svo langt síðan að ég keypti ljósaperu að ég veit ekki einu sinni hvar þær fást? er hægt að kaupa venjulegar perur í stórmörkuðum?

ég var einmitt í stórmarkaði áðan, þar hitti ég Deezu og hjásvæfuna, gaman að hitta þau, aldrei hitt hann og hef ekki hitt hana lengi, lengi ... samt er styttra síðan ég hitti hana en síðan ég skipti um peru ... eða finnst mér það kannski bara vegna þess að ég les blogg og er meðlimur á Facebook?

skapa blogg og Facebook gervinánd? kannski finnst mér ég bara lifa fínu félagslífi vegna þess að ég á svo marga vini á Facebook og fylgist með svo mörgum bloggum? kannski? nei, varla, það að ég man ekki hvenær ég skipti síðast um peru hlýtur að sýna hvað ég er lítið heima er það ekki? alltaf útá lífinu krakkar, endalaust;)

jamms, eða heima í myrkri? ;)

Lifið heil



ofnhanski

3 ummæli:

theddag sagði...

Ef þig vantar bara venjulega ljósaperu þá geturðu keypt hana í stórmörkuðum. Svo er líka hægt að fá allskonar perur í Bykó og Húsasmiðujunni svo eitthvað sé nefnt.

Gangi þér vel í peruskiptunum - það er greinilegra styttra síðan ég skipti hjá mér en þú hjá þér ;)

VallaÓsk sagði...

það er sprungin pera í loftljósinu í stofunni hjá mér....er búin að vera sprungin síðan fyrir jól og það er ekkert í kortinu að skipta um hana

það er sprungin pera í ljósinu á baðinu og það er í langtímaplaninu að skipta um hana...hehehe

það springur reglulega pera í eldhúsinu og þá skipti ég um leið...

svo er ég með fullt af lömpum sem ég skipti líka um leið um í...

Ég kaupi mjög sjaldan perur heldur "stel" ég þeim hjá pabba mínum hehehehehe hann hefur áhyggjur af því að ég sé gersamlega bjargarlaus á köflum

Ég kaupi reyndar fullt fullt af perum í einu því ég man ekki eftir að kaupa eina í einu þegar mig vantar hana....ef ég kaupi vitlausa peru - of stóra, of litla, með of stórri fatningu, með of lítilli fatningu, of sterka, of daufa - þá fer ég með þær til pabba og skil þær eftir þar!!!!

Nafnlaus sagði...

Athyglisverð pæling, já ég er ekki frá því að feisbúkk og blogg skapi gervinánd og jafnvél gervitengsl...en ég er líka á móti tækni :)