fimmtudagur, maí 15, 2008

Sæl verið þið öll og blessuð:)

ég er enn á lífi þó ég sé ekki enn komin til landsins - bara í netsamband hérna í Londoninni þar sem ég verð þangað til í næstu viku:)

siglingin var skínandi snilld og ég mæli hiklaust með svona ferðum fyrir alla sem hafa áhuga á lúxus, ég er að vísu svolítið skemmd eftir þetta allt saman - fer ekki vel með fólk að gista á fimm stjörnu hóteli í tvær vikur og koma svo aftur í raunheiminn eftir að hafa vanist því;) enginn til að draga út stólinn þegar ég ætla að setjast/standa upp, enginn sem hellir í glasið mitt, býr um rúmið á morgnanna og gerir það tilbúið á kvöldin, tæmir ruslið (ÞRISVAR á dag!) etc. etc.:)

ég fékk samt smá dempara á lúxusinn þannig að ég er ekki eins ónýt og ég væri ef ég hefði getað notið allra þægindanna allan tímann, ég fékk nefnilega kvef eins og mér er einni lagið og eyddi nokkrum dögum í rúminu áður en ég fór á fúkkalyf til að redda því sem eftir var af siglingunni;)

núna er ég hins vegar á leiðinni á pöbb quiz sem ég stefni að sjálfsögðu á að vinna:)

Lifið heil

4 ummæli:

theddag sagði...

Hlakka til að heyra ferðasöguna :)

Nafnlaus sagði...

Ég hef einmitt verið á 5 stjörnu hóteli þar sem butler las hugsanir mínar.....ef ég hugsaði að ég væri svöng þá kom hann og þuldi upp alls konar rétti en ef ég hugsaði að ég væri þyrst kom hann með eitthvað að drekka.

Nafnlaus sagði...

Vannstu pöbb quizið?

Hlakka til að sjá þig!

Nafnlaus sagði...

Það sást til þín í Reykjavík í vikunni ...

Berglind