mánudagur, mars 17, 2008

Ég fór í sund í gær eftir vinnu, borðaði svo klikkgóðan kvöldmat hjá Frekjunni minni og sofnaði nánast yfir vídeói. Gærdagurinn var góður dagur:) Daginn áður fór ég í strigaskó-leiðangur en endaði á því að kaupa peysur á frænkur mínar í staðinn, ég fór líka í kaffiboð til einnar vinkonu minnar með aðra vinkonu mína því sú fyrrnefnda vildi fá álit sérfræðings sem seinni vinkonan er - gaman að þessu:) ég passaði líka um kvöldið og á föstudaginn var ég vængkona sigurvegara! Jamms, Frekjan vann keppnina:) ... en ég get ekkert linkað því ég finn ekkert um úrslit keppninnar bara auglýsingar um hana, hér og hér:)

Jamms, klikkgóður er nýtt orð og meðan ég man, býgerð, Berglind mín, er danskt fílófax sem byggist á "busy little bee" hugmyndafræðinni. Verkefnum, stefnumótum og skiladögum er skipað í hólf sambærilegum þeim sem finnast í býflugnabúi, þetta bætir skipulag, eykur afköst, vellíðan, framleiðni og seratónínmagn heilans margfaldast. Fæst í Söstrene Grene.

Þegar ég fór út í morgun söng einn fugl nokkrar nótur og það var farið að birta þó klukkan væri ekki nema um hálfsjö. Vorið er að koma krakkar mínir og núna verður bíllinn þveginn hvort sem honum líkar betur eða verr. Það hefur reyndar staðið til aðeins of lengi og ég hef ekkert mér til málsbóta annað en að ég hef látið aðra hluti ganga fyrir. Mér þykir samt óskaplega vænt um Ara litla :)

Hérna er maður sem hefur sett allar Moggagreinarnar um strand Synetu á síðuna sína, alltaf gaman að svoleiðis framtakssemi:)

Góðar stundir

2 ummæli:

theddag sagði...

Þegar maður er vaknaður kl. 7 eða hálf átta á frídögum þá held ég að vorið sé að koma :) Vonandi er veturinn bara búinn og ég farið að þvo bílinn almennilega eins og þú. Nú er bara að vera dugleg að klára sem flest verkefni í páskafríinu svo ég geti dinglað mér þegar vorið kemur - kannski farið í sund?? :)

En takk fyrir hughreystandi "aldursorð" á bloggið mitt. Ég þurfti á því að halda - loksins einhver sammála mér.
Ég hlakka líka ekkert smá til að fara í sumarbústað með ykkur og bara hef miklar væntingar til sumarsins, að það verði svona annað FRÁBÆRT brókarsumar.

Nafnlaus sagði...

Noóonnnooonnoonno, nú skil ég þetta með býgerðina ...

Þú frestaðir 23. febrúar um daginn - er komin ný dagsetning? (Mér er farið að líða eins og samviskunni þinni.)

BerglindSteins