fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Vá, ég þakka kærlega fyrir öll kommentin við færslunni að neðan og ég vona innilega að ekkert ykkar komi að heimsækja mig í vinnuna - en ef það kemur fyrir lofa ég að koma með aukateppi og kaffi til ykkar:)

ég mun ekki, tek það fram strax til að forðast misskilning seinna meir ef þær aðstæður koma upp, alls ekki, hleypa ykkur út, ég má það ekki - það felst nefnilega í fangavörslunni að passa uppá það að fangarnir haldi áfram að vera inni:)

ég má auðvitað ekki tala um það sem er að gerast í vinnunni en þetta er gífurlega fjölbreytt starf, ólíklegasta fólk verður að gista hjá okkur - ekki bara glæpamenn:) fólk sem á hvergi heima kemur og gistir, sumir skemmta sér of mikið og rata ekki heim, aðrir ganga aðeins of langt, eru til dæmis með stæla þegar löggan mætir á svæðið (í mismunandi erindum) og fær að láta renna af sér inní klefa hjá okkur - kúlið fer samt aðeins af þeim þegar vinirnir eru ekki lengur áhorfendur heldur einn skitinn fangavörður, sem neitar að hleypa þeim út:)

þegar árhátíðatímbilið hefst er svolítið um það að formenn skemmtinefnda og venjulegt fólk sem smakkar yfirleitt ekki áfengi missi algera stjórn á sér eftir að hafa verið stressað í lengri tíma og vaknar hjá okkur án þess að muna eftir nóttinni - eða man of mikið;)

það er enginn sérlega ánægður með að láta loka sig inni auðvitað þannig að þetta er ekki beint "skemmtileg vinna" og hingað til hef ég lært þrennt; ég ræð, ég ræð og ég ræð - sem er víst ekki ósvipað því að vera leikskólakennari, ýmislegt líkt með fangelsum og leikskólum þegar út í það er farið ... en ég er líka orðin fær í sjá hvort fólk andi, merkileg færni sem ég hélt ekki að ég þyrfti að æfa mig í - ekki mörg stöfin sem kalla á að fólk fylgist með því hvort annað fólk andi nema þá kannski á sjúkrahúsum?? eða líkhúsum sem gæti vel verið næsta starf? svona til að viðhalda kúlinu?:)

þó að þetta sé ekki "skemmtileg vinna" þá er hún það samt:) vinnufélagarnir eru skemmtilegir og það er alltaf eitthvað að gerast, vinnustaðurinn er alltaf sá sami en vinnuumhverfið er alltaf nýtt á hverjum degi, þegar ég mæti veit ég aldrei hvort það er einhver inni, hversu margir munu koma inn eða fara og hvað á eftir að gerast á vaktinni - óvissa sem er soldið spennandi:) svo er þetta líka vaktavinna þannig að ég er í fríi á hinum ýmsu tímum sólarhringsins og vikunnar sem er afskaplega gaman eftir 8 til 5 vinnu undanfarin ár:) ef þið eruð í fríi á óvenjulegum tíma og viljið kíkja á kaffihús eða niðrá Tjörn eða eitthvað tékkið endilega á mér, ég gæti vel verið í fríi líka:)

og varðandi konuna sem snýst, ég hef ekki hugmynd um rétt svar - hún snýst ýmist rétt- eða rangsælis í hvert sinn sem ég lít á hana þannig að við verðum bara öll að gera það upp við okkur sjálf hvora áttina hún fer;)

lifið heil og verum í sambandi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jájá, hahaaaa...
snúningsstelpan; hún er nú svei mér fyndin. Ég sá hana fyrst fyrir nokkrum árum – þá var hún bara „afþreyging“; semsagt, „nojnoj, vá, hey! Sjáiði, þetta er soldið töff, maður ræður í hvora áttina hún snýst“ – svo aftur núna nýlega. Þá var hún orðin að einhverju háalvarlegu óskeikulu sálgáfnageðsfræðilegu prófi, með leiðbeiningum, svarmöguleikum og útskýringum:

Do you see the girl turning clockwise? or anti clockwise?

Answers:
A) Anti-clockwise.
B) Clockwise.
C) It becomes clockwise from anti clockwise after a while, but mostly anti-clockwise.
D) It becomes anti-clockwise from clockwise after a while, but mostly clockwise.
E) It varies from time to time, sometimes clockwise, sometimes anti-clockwise.
F) I could control it clockwise or anti-clockwise.

Svo koma skýringarnar – eða „skýringarnar“; spurning hversu faglega-/vísindalega þær eru orðaðar. Hugsanlega var orðalagið annað einu sinni, en breyttist (var gert „alþýðlegra“) þegar þessu var dúndrað á vefinn:

Explanations:
In fact, every one of us sees things very differently.
For those who see the girl turns in clockwise, they use their right brains more.
For those who see the girl turns in anti-clockwise, they use their left brains more.
For those who see the girls turns in anti-clockwise, but change to clockwise suddenly, their IQs are normally higher than 160.

It seems that this little test could reveal whether we use our left brains or right brains more frequently. For most people, the left brain controls the languages, logic and mathematics, while the right brain controls the emotions, colours, sounds and abstract images.

The existing education systems all over the world focus on the “left brain” training too heavily and have ignored the “right brain” developments. For the right brain developments, most people believe that come from “talent”. We just seldom notice that it is the education system which has created such results.

Nowadays, more and more studies have drawn and called for our attention to the importance of “right brain” developments. More training in the art appreciation, creative thinking and emotional balance has been used to supplement the traditional language, mathematic and knowledge based education system.

A more balanced thinking approach, resulting in a more balanced society, would be a blessing for us all.

Og þar höfum við það.
Getur ekki verið að „gáfnaprófið“ í þessu dæmi öllu sé í raun hversu vel, fljótt og skýrt við sjáum kjaftæðið í skýringunum?

ankh
-hvaff

VallaÓsk sagði...

Vonandi mun ég aldrei hitta þig í vinnunni en ef svo illilega vill til þá er gott að vita af auka teppi innan "seilingar"

Nafnlaus sagði...

Eftir síðustu færslu hélt ég einhvern veginn að þú værir á Hrauninu en nú held ég að þú sért á Skólavörðustíg 9. Ég var á gangi þar í dag með tvo Breta og sagði þeim að þetta væri fangelsi og þeim fannst það um það bil það merkilegasta sem ég sagði þeim í langri bæjarferð.

Ég var spurð hvort klefarnir væru mjög þröngir. Getur þú svarað því?

Ég sagði þeim að flestir gistu þarna vegna þess að þeir væru svo fullir að þeir vissu ekki hvar þeir byggju. Varst þú ekki að staðfesta það í færslunni?

BerglindSteins