miðvikudagur, maí 30, 2007

Ég held að það sé ekki til betri feel-good-tónlist en Bon Jovi - Livin' On A Prayer nema þá helst You Give Love a Bad Name með sama manni?

Ég er ekki í ástarsorg, ég er hvorki hætt með Fídel né Zorró - Bon Jovi er bara góður - ég er að endurskipuleggja fermetrana mína og mér sýnist vanta ca. 10 ...

Lifið heil

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það var hér einu sinni
ekkert svo langt síðan:

Tommi vann við uppskipun
Dagsbrún fór að væla
nú er það sko svart
kolsvart

Didda vinnur myrkr'á milli
þiggur lág laun(*)
sem hún fer svo með heim
af ást...

(*) assgoddi er þetta nú margbrotinn texti hjá stráknum;
hvernig á maður nú að skilja ,,...works the diner...'' og ,,...working for the man...''?
Þetta eru soldið tvíræðar setningar, er þa'ki?

Ég hefði kannski betur krotað Bad Name:
Þú málar brosið
á varirnar
Draumur stráka
svo þykistu feimin...

Kannski hefði ég ekki átt að krota neitt :/ ?

ankh
-hvaff

Lára sagði...

Veistu, í Prayer felst einhver ákveðinn sameiningarkraftur.. tær snilld

Nafnlaus sagði...

Ja hérna.

Ég hef verið með nokkuð slæmt Bon Jovi afturhvarf undanfarnar vikur líka.
"It´s my life" "Have an nice day" You give love a bad name" "Living on a prayer" "I´ll be there for you" "Blase of glory" "Always"...

Fyrrum samleigjandi minn var með alvarlegan áhuga á þessari tónlist.

Jú, jú svona velllíðunartónlist.
Og nei, ég er sko ekki í ástarsorg heldur.
Bara nokkuð mikið ástfangin af lífinu, sjálfum mér og öðrum...eh.

Nú vantar mig græjur á baðið og í eldhúsið, og þó. Þar sem ég bý ekki einn lengur, þá verð ég að taka tillit til annara lífvera á svæðinu og syngja helst í lokuðu rými, einn.

Nafni minn Hvaff er sko ekki slæmur þegar kemur að hugsun og hinu skrifaða orði !
Hvaff læðir góðu lífi í þessa annars einföldu vellíðunartónlistartexta.
Og jú, Hvaff, þú átt að krota, þú gerir það ansi vel.
En það veistu nú sjálfur.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Nafnlaus sagði...

Ég er svo, svo ósammála, en það er auðvitað ég :) Fyrir utan James Blunt þá er ekki til meiri andkristur en Bon Jovi!!!

theddag sagði...

Ég er svo sammála þér, ég elska Bon Jovi. Fann um daginn svona best of. Þar eru öll góðu lögin, þessi sem þú taldir upp, Blaze of Glory omfl. Hlusta reglulega á lögin og fæ netta nostalgíu. Tilvalið í næsta hitting, minntu mig bara á það.