þriðjudagur, október 11, 2005

... og hvað haldiði? ég er barasta komin með netið heima ... aftur:) þetta reyndist vera bilun hjá Símanum greinilega því þetta virkar núna því Einarinn talaði við þá í gærkvöldi, aftur:)

Kristófer í Gallerý fisk á afmæli í dag þannig að ég kíkti í kaffi - alltaf gaman að fara í heimsókn og í þetta skiptið var ekkert brotið gler eða neitt kaos þannig að ég drakk bara kaffið og gerði ekkert annað:) svo er ég búin að lofa að mæta aftur 19. desember, 2/11. mars og 29. apríl þegar hinir eiga afmæli:) ... Guðfinna sagðist eiga afmæli 2. mars en fattaði svo að hún ætti afmæli þann 11. :) þetta er greinilega ekki bara ég sem er utan við mig, fólk eins og ég flykkjumst greinilega í fiskbúðina - aumingja þeir:)
Kíkti líka á Svarta kaffi ... pælingar í gangi þessa dagana þannig að hugsanlega mögulega mun ég geta linkað á síðuna þeirra í framtíðinni? ef þau ákveða að þau vilji hafa heimasíðu ... mér finnst það góð hugmynd enda er ég alltaf á netinu og leita að öllu þar fyrst ... hvað gera það margir? smá skoðanakönnun í kommentakerfið, finnst ykkur að kaffihús eigi að vera með heimasíðu? mynduð þið fara á kaffihúsaheimasíðu til að athuga opnunartíma, matseðil, myndir frá staðnum og þannig? bara að tékka á því hvort fleiri hugsa eins og ég ... frekar ósanngjarnt samt að spyrja að þessu á netinu því þeir sem lesa þetta eru væntanlega "net-fólk/verjar":)

aníhú, ég er byrjuð að æfa aftur, gafst upp á því að finna eitthvað "skemmtilegt" í nágrenni við mig þannig að ég fór bara í háskólaræktina aftur, ekkert að því og það er hægt að fara í fullt af "tímum" líka, ekki bara í tækin, vissi það ekki fyrr en ég var búin að kaupa kortið þannig að ég er þokkalega sátt:)

en núna ætla ég að koma mér í vinnuna:)

Lifið heil

Engin ummæli: