miðvikudagur, ágúst 10, 2005

og hvað haldiði rúsínurnar mínar??

myndasíðan er barasta orðin nægilega "þétt" til að hleypa fólki inná hana:) ... hún er alls ekki orðin "fullkomin" ennþá og ég er bara búin að skíra/"útskýra" brota-brot af öllum myndunum sem eru á henni þannig að þið megið endilega kommenta eins og vindurinn - endilega!!! ef þið eruð á myndum sem eru óskírðar/"óútskýrðar" eða ef þið þekkið einhvern á þeim eða hvar þær eru teknar ... you get the picture:) megið endilega setja þær upplýsingar inn:) planið er auðvitað að skíra/"útskýra" þær allar en hvað það tekur langan tíma:)

en eins og þið munið sjá þá eru þetta aðallega myndir síðan í maí, síðan stafræna myndavélin komst aftur í gagnið, en fleiri munu bætast við, t.d. frá Grænlandi og Eyjum því ég var með einnota myndavélar þar ... ég setti þær í framköllun og átti að fá þær í dag en þegar ég sótti þær voru þær allar gallaðar (hár á hverri einustu mynd) þannig að ég bað um að þær væru lagaðar (borgaði nógu helvíti mikið fyrir þessa blessuðu framköllun!! mér finnst ég eiga að fá þær innrammaðar fyrir þetta okurverð!!) og fæ þær ekki fyrr en á morgun, vonandi:/ ... svo er haugur af myndum á gömlu tölvunni sem ég þarf að koma yfir á nýju tölvuna ... einhvern veginn:) just give me time:)

en hvað um það ... ég ritskoðaði myndirnar áður en ég setti þær inn en ef einhver er ósáttur er minnsta málið að láta mig vita og ég skal nota delete-takkann hið snarasta!! ... ég er rosalega dugleg við að nota hann:) ... búin að röfla nóg ... held barasta að ég sé stressuð yfir að linka á myndirnar:) ... og svo er auðvitað linkur hérna hægra megin, bæði á myndirnar og á emailið mitt ef einhver er ósáttur:)

kommentið eins og vindurinn!!

Góðar stundir, lifið heil og njótið myndanna:)

Engin ummæli: