miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Hrein snilld, Íris, hrein snilld:)

If you like Pina Coladas and getting caught in the rain, if your not into health food, if you have half a brain ....


Morgunblaðið 6. febrúar 2005

Eldheitt ástarsamband á milli manns og konu í Jórdaníu breyttist í ljótan skilnað þegar parið komst að því að þau voru í raun gift og höfðu haldið framhjá hvoru öðru á Netinu. Fólkið, Bakr Mehlem og eiginkona hans Sanaa höfðu verið skilin að borði og sæng í nokkra mánuði og leituðu þau sér huggunar á spjallrás á Netinu. Bæði urðu þau himinlifandi þegar þau eignuðust félaga í netheimum. Bakr, sem gekk undir nafninu Adnan á Netinu, varð yfir sig ástfangin af Sanaa, sem sagðist heita Jamila, eða Hin fagra, og vera einhleyp menntakona, sannur múslimi sem hefði yndi af bókmenntum.

Ástin blómstraði í þrjá mánuði og ekki leið á löngu þar til áætlanir um giftingu voru komnar í spilið. Þau ákváðu að hittast og innsigla trúlofunina á lestarstöð í borginni Zarqa, norðaustur af Amman, höfuðborg landsins. Áfallið var mikið þegar mættu á stöðina og sáu hvort annað. „Þú ert skilin, skilin, skilin,“ hrópaði Bakr, en þannig er venja að staðfesta skilnað opinberlega samkvæmt íslam. „Þú ert lygari,“ hrópaði Sanaa og féll svo í yfirlið, að því er ríkisfréttastofan Petra greindi frá.

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1124011

Engin ummæli: