sunnudagur, maí 30, 2004

Góðan og blessaðan:)

ætlaði að sofa út í dag en það gekk ekki betur en að ég er glaðvöknuð, búin að vaska upp, búa um, ryksuga og taka til... núna er ég að horfa á formúluna (Go Button!!) og skrifa email en tölvunni virðist vera eitthvað illa við email forritið mitt því allt frýs reglulega ef ég er með einhverja stæla... eins og að sverta setningu til að skrifa eitthvað annað í staðinn og byrja að skrifa án þess að ýta á delet (kemur út á það sama í flestum tölvum), bíða tilskilinn tíma þar til systemið hefur móttekið að umrædd setning verði ekki með og sætta sig við það... eins og fleiri gamalmenni sættir tölvan mín sig illa við allar breytingar, frýs og drepur á sér.... núna er planið að hjóla niður í Byko eða Húsasmiðjuna (ef þær eru opnar - tékk á því þegar ég er búin að skrifa þetta, tölvunni er líka illa við að ég sé að gera eitthvað tvennt í einu...) og kaupa mér nokkur verkfæri sem ég þarf til að auðvelda mér lífið. Ef þið eigið í einhverjum vandræðum með að finna gjafir handa mér þá langar mig í fleiri verkfæri:) ... gjafir segi ég því ég ætla að halda uppá afmælið mitt í ágúst, oft hef ég lofað því en núna verður það efnt, almennilega og með stæl - hugsanlega mögulega hef ég eitthvað þema? ef þið hafið einhverja uppástungur er öllum frjálst að nota kommentakerfið til að tjá sig um persónulegar óskir ... ég áskil mér rétt til að hlusta ekki á ykkur hins vegar:)

Talandi um þema þá fór ég í stúdentaveislu um daginn og þemað var "Gull og grænir skógar":) allt grænt og gulllitað, gulllitaðir pappadiskar og grænir plastgafflar til dæmis. Stelpan sem var að útskrifast var í hvítum og grænum kjól, grænn "upphlutur" (bodice??? hvað heitir þetta??) og hvítt pils með grænum doppum í stíl við það var grænt kokkteilkirsuber í óáfengum gulllituðum fordrykk... þau sukku öll á botninn en mitt flaut af einhverjum ástæðum... sniðugt samt því ég þekkti alltaf glasið mitt fá öllum hinum:) fyrir þá sem þekkja söguna þá var þetta sama stelpan og hélt grímuball þegar hún varð sex ára en hætti við það eftir að afmælið hófst... núna er hún í Króatíu í útskriftarferð - mig langar til Króatíu:) annars er ég að plana ferð næsta haust til útlanda, eina eða tvær vikur... veit ekki alveg hvert mig langar samt, á hverjum degi kemur ný borg til greina og þessa helgi hefur ný hugmynd verið að þróast sem hefur ekkert með borgir að gera... en ég þarf að tékka aðeins betur á því öllu saman:)

Við lokuðum eitt í nótt, það var ekkert að gerast, ekki neitt... svo lítið að við tókum hillurnar niður til að þrífa þær almennilega báðum megin... þá er það slæmt:) ég hefði líka sleppt því að fara á kaffihús í gærkvöldi ef ég hefði ekki verið að vinna, veðrið var frábært þó að það vantaði kannski smá sól ... ætli Brynja á Laugaveginum sé opin?

föstudagur, maí 28, 2004

jamms... ekki dauð... sit inná Gaza með kaffibolla eftir matinn því ég má ekki fara með hann lengra, ekki inn þar sem ég er að vinna sem sagt þannig að ég neyðist til að drekka hann hérna:)

hvað er að frétta? í gær voru litlir strákar að labba hringinn um bókhlöðuna á syllunni, alveg upp við húsið og að passa að þeir dyttu ekki í "síkið" (þetta er EKKI síki samt... meira svona pollur...). Einn kom að glugganum mínum og brá svo þegar hann sá mig að hann datt næstum útí, þegar hann var búinn að jafna sig kallaði hann til vina sinn, "hei, strákar, komið hingað það er kona hérna!! hún sér mig!!" hnuss..... ég er ekki kona!! ef ég væri kona væri ég orðin stór og ætti heimabíó og tölvu sem héldi sér vakandi lengur en hálftíma í einu:)

það komu gaurar inn á kaffihúsið um daginn sem vildu kaupa flöskubjóra en áttu bara nóg fyrir einum þannig að við seldum þeim bjór í plasttónikflösku fyrir afganginn... þeir voru himinlifandi og lofuðu að koma aftur til okkar... hef að vísu ekki séð þá ennþá...

þegar við vorum að loka kaffihúsinu í gær koma stelpan úr næsta hús og vildi fá "sykur og gos með sykri og súkkulaði og eitthvað sætt og eitthvað að drekka" .... það var einn viðskiptavinurinn að fara í sjokk á húðflúrunarstöðinni og alltaf að líða yfir hann... hver fær sér húðflúr klukkan hálftvö um nótt á fimmtudegi?

1963... ég er að læra allt um þetta ár í dag... veit slatta um margt af því sem kom áður, Marilyn Monroe dó og það var sjokk á Íslandi, Gina Lolabrigida kyssti Juri Gagarin og hann roðnaði, "járntjaldið fellur" stóð á forsíðu Moggans 15. ágúst 1961 síðan þá hafa komið reglulega myndir af hermönnum með byssur og grátandi fólki sem fær ekki að hittast, geislavirkt ský kom yfir landið þetta sumar og mældist 7 (veit ekki hvað það þýðir að vísu...) .... eftir að hafa flett öllum þessum tölublöðum og lesið fyrirsagnir Kalda stríðsins þá er ég orðin frekar hrædd við Rússana ... fyrir nokkrum vikum var ég hrædd við Bandaríkjamenn - ég er líklega orðin veruleikafirrt af að vinna svona mikið:)

fimmtudagur, maí 20, 2004

þetta er í lagi:) merkilegt... ég er búin að vera að skoða þetta nýja lúkk (sem er ábyggilega ekki nýtt fyrir neinum öðrum en mér nema það hafi verið sett upp í nótt??):) og það er bara frekar flott:)

langt síðan síðast og hvað er ég búin að vera að gera spyrjið þið kannski?? raunverulega kemur það ykkur ekki rassgat við og það sem meira er þið hafið ábyggilega engan áhuga á því:) en þá sleppið þið því bara að lesa ef ég skyldi fara að segja eitthvað um athafnir mínar undanfarið, er það ekki?

þegar ég er í prófum er ég ómöguleg! ég verð hreinlega að taka tölvuna úr sambandi til að vera ekki sífellt á netinu svo sting ég henni í samband og fæ eitthvað eitur í hana:( ekki sátt ... veit annars einhver hvað "actulice" er? tölvan virkar alveg núna en ég get ekki slökkt á þessu "modf" glugga sem kemur alltaf upp.... ég hlakka ótrúlega til þess að kaupa mér nýja tölvu!! ég ætla að kaupa mér tölvu með svo rosalegum vírusvörnum og sekjúrití að ég þarf að skrifa password til að geta ýtt á on-takkann:)

að öðru, ég er með Skjá einn í gangi og núna er myndband með Ceres 4 (einn gaur eingöngu í buxum með míkrófón og tvær stelpur í bikiníhaldara og sokkabuxum), lagið er Klofvega í því hljómar viðlagið svona:

sestu á mig klofvega,
klofvega,
sestu á mig klofvega,
alla vega klofvega,
alla vega klofvega,
alla vega klofvega....


heyrði ekki hvernig textinn sjálfur var:) ... aðallega vegna þess að viðlagið var endurtekið svo oft:)

ég er í fríi í dag og þessi frídagur kom eins og blaut tuska úr heiðskíru lofti, var ekki búin að fatta að það væri heill frídagur svona í miðri viku, hann kom án viðvörunar - ekki misskilja mig, ég er þvílíkt sátt! vaknaði að vísu fáránlega snemma þrátt fyrir allar tilraunir til að sofa lengur, það á ekki að vera hægt að vakna hálftíu á frídegi!!! ég hef samt notað tímann vel:) ég horfði á Kill Bill áðan og hún er snilld:) hugsanlega mögulega fannst mér hún svona góð vegna þess að ég bjóst ekki við miklu? en ég get ekki beðið eftir að sjá mynd númer tvö:) ... það er meira að segja verið að sýna hana í Regnboganum í kvöld, kannski ég fari í bíó?:)
oooookkkkeeeeeiiiiii .... ég veit að það er langt síðan ég var hérna síðast en vá... ég ætlaði varla að rata:) .... uhhhmmmm ég ælta að prófa að publisha áður en ég skrifa heljarinnar hellings og kemst að því að settingarnir eru vitlausir og allir íslensku stafirnir fara í hakk....