fimmtudagur, júlí 29, 2004

Síðustu helgi fór ég í ferðalag út á land, kominn tími á nokkra daga útilegu til að "fíla grasið þar sem það grær" eins og Bubbi myndi segja. Bubbi var einmitt ferðafélagi minn ásamt fleirum þessa helgi því þetta var óvissuferði í tvennum skilningi, ég hafði ekki hugmynd um hvar ég ætlaði að gista á næturna svo tók ég með mér alla ómerktu diskana sem ég hef ætlað að hlusta á til að komast að því hvað er á þeim en hef aldrei fundið mér tíma til þess - sífelld óvissa, en alltaf verulega góð tónlist og góðir gististaðir;) ég skírði bílinn minn í ferðinni, kominn tími til að hann fengi alvöru nafn...

ég keyrði Kjöl og ætlaði að gista á Hveravöllum en þegar þangað var komið sá ég nokkur hundruð blá og grá tjöld sem einhver hafði tjaldað samkvæmt stöðlum bandaríska hersins um útlit grunnbúða landgönguliða. Þegar ég var komin inn á svæðið sá ég flokka af Þjóðverjum og Frökkum í mjög mismunandi ástandi sem áttu væntanlega að vera í þessum tjöldum en ég ákvað samt að ganga um svæðið og athuga hvort ég gæti ekki bara lagt soldið frá þeim en nei.... þarna var líka fimmtíu manna hópur úr Hafnarfirði, miðaldra fólk að drekka sig fullt, að losa fullar þvagblöðrur hér og þar, skemmta sér í lauginni og syngja, syngja, syngja - þetta var kór áhugamanna í kórferðalagi, sumt er ekki hægt að bjóða sjálfum sér þannig að ég hélt áfram:)

á Sauðárkrók er bar, hann heitir Bar-Inn, með bandstriki ekki klikka á því, en mér sýndist eiginlega allir stunda það að keyra bara í hringi, hring eftir hring með græjurnar í botni, verulega sveittir FM-hnakkar, sólgleraugu um miðja nótt og træbaltattú hvert sem litið var... þeir eru meira að segja með eigin heimasíðu:) fínn staður samt ábyggilega ef ég hefði gefið honum séns en ég nennti bara að vera eina nótt:)

fór á Grundarfjarðarhátíð á laugardagskvöldið - hitti Valgerði sem er nýflutt þangað og Pálínu, Eddu og Bryndísi (þú verður að fá þér síðu Bryndís;)) sem voru í dagsferð sem entist fram á nótt í bryggjuballsstuði og almennri gleði:) fyrir utan stelpurnar hitti ég fullt af fólki sem ég þekkti og er jafnvel að hugsa um að fara aftur að ári;) við sáum gamlan Willis í grasbúningi með skilti um að ganga ekki á grasinu:) hefði átt að taka myndavélina með mér - ég verð aldrei ljósmyndari, hafið þið ekki séð Supergirl? anívei... fór í Dritvík á leiðinni heim og komst að því að hún stóð engan vegin undir nafni miðað við hvað Íslendingar eru góðir í að skíra staði og bæi lýsandi nöfnum samanber Votamýri, Staðastaður, Hólahólar og Keisbakki (býst fastlega við að eitthvað keis búi á þeim bæ) svo ég nefni nokkra staði sem ég keyrði framhjá (keyrði líka framhjá skilti sem á stóð "2 Hundadalur" sem ég er ekki alveg að fatta... ég geri ráð fyrir að það búi aðeins tveir hundar í þessum dal??), ég var að tala um Dritvík... ekki neitt drit og varla nokkrir fuglar - verð samt að segja að ég fílaði víkina í ræmur, ótrúlega falleg fjara og er frekar fegin að það vantaði allt drit í hana:)

ég keyrði slatta í ferðinni, alveg alla leiðina... nenni ekki að setja alla ferðasöguna hingað inn þannig að þið verðið bara að hafa uppá mér og biðja mig um að segja ykkur frá;)

á meðan ég var í burtu gerðist margt í Reykjavík, langt síðan ég hef sett eitthvað inn af Lögguvefnum þannig að hérna kemur dagbókin síðan um helgina, soldið stytt:

Helstu verkefni LR helgina 23. - 25. júlí 2004
Um miðjan dag á föstudag var tilkynnt um innbrot í íbúð í Breiðholti.  Þar hafði verið stolið DVD spilar, tölvu og þrem GSM símum.
- afhverju voru ÞRÍR gemmsar í íbúðinni... hversu margir bjuggu þarna?
Um miðjan dag á laugardag tilkynnti kona um þjófnað, en hún var stödd í Sundhöllinni við Barónstíg.  Konan fór frá búningsklefa til laugar en snéri við eftir um 10 mínútur.  Þá kom í ljós að brotist hafði verið inn í búningsskáp konunnar og þaðan stolið þrem myndavélum og tveim greiðslukortum ásamt veski. - ÞRJÁR myndavélar, hvað er málið með að vera með of mikið af tækjum hjá sér? eins og Tracy Chapman myndi segja, two more than you need - hlustaði mikið á tónlist í ferðinni minni;)
Laust eftir miðnætti á laugardag var tilkynnt um að ökumaður væri hugsanlega ölvaður en hann var þá staddur í Hvalfjarðargöngum á leið í átt til Reykjavíkur.  Á Esjumelum skammt norðan Mosfellsbæjar urðu lögreglumenn varir við bifreið mannsins og hugðust stöðva hana.  Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum og var honum þá veitt eftirför.  Ók hann um nokkrar götur í Mosfellsbæ en var loks lokaður af  í Hulduhlíð.  Var hann ölvaður og mjög æstur.  Var hann að lokinn blóðtöku færður í fangageymslu.
Nánast á sama tíma var bifreið ekið á vegg í Hverafold í Grafarvogi. Í ljós kom að ökumaður var mjög ölvaður og var hann eftir blóðtöku færður í fangageymslu. - mér líður ekki vel að vita af svona mönnum í umferðinni, pæliði í því, þeir nást ekki allir:/ horfa þeir aldrei á sjónvarpið? talandi um glæfraakstur, hafiði séð nýju herferðina frá Umferðastofu? með laginu eftir Vatnsenda Rósu? ... spúkkí
Á sunnudagsmorgunn þegar starfsmaður Bæjarins bestu var að taka til eftir nóttina, varð hann fyrir því að stóll sem hann hafði sett út fyrir á meðan hann gekk frá innan dyra, var stolið.  Fátt fær nú að vera í friði.
- heimur versnandi fer...

Góðar stundir

Engin ummæli: